Sol Puerto Marina, Torremolinos
Vefsíða hótels

Sol Puerto Marina sem áður hét Timor Sol og margir íslendingar þekkja er íbúðarhótel á frábærum stað alveg við ströndina í Carihuela sem er ein vinsælasta ströndin í Torremolinos.
Á hótelinu eru 343 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og íbúðir með einu til tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og í þeim er góð birta því veggirnir eru ljósmálaðir og stórir gluggar eru á vistarverum. Parket er á gólfum og sum húsgögn viðarlituð sem gerir hönnunina hlýlega. Í íbúðunum eru svalir með útihúsgögnum en frá flestum svölum er sjávarsýn og góð sól yfir daginn. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp, sími og öryggishólf. Íbúðirnar hafa einnig fullbúið eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, kaffivél, tekatli og brauðrist. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru baðkar og sturta, hárþurrka og hárvörur.
Á hótelinu eru veitingastaðir sem bjóða upp á alþjóðlega og innlenda rétti af hlaðborði. Þrír barir eru á hótelinu þar sem hægt að panta létta rétti og svalandi drykki hvort sem þú ert í kósý stemningu inni á hótelinu, við sundlaugina eða niðri á strönd. Í næsta nágrenni við hótelið eru svo fjölmargir veitingastaðir og barir og margir strandveitingastaðir sem sérhæfa sig í fiski. Á hótelinu er svo lítil verslun þar sem hægt er að ná sér í nauðsynjar.
Hótelgarðurinn er stór og fallega hannaður með græn svæði, pálmatré og annan gróður og fallega sundlaug en úr garðinum er útsýni til sjávar. Í kringum sundlaugina og barnasundlaugina er góð sólbaðsaðstaða. Útúr garðinum er hægt að fara beint á ströndina sem er aðeins í um 50 metra fjarlægð.
Á daginn er krakkaklúbbur ásamt skemmti- og íþróttadagskrá fyrir alla fjölskylduna en við hótelið eru til dæmis tveir tennisvellir og inni á hótelinu er leikjaherbergi. Á kvöldin eru haldin partý, sýndir söngleikir, skemmtanir og lifandi tónlist. Hótelið er á fallegum stað á ströndinni, rétt við göngugötuna sem liggur meðfram strandlengjunni í Torremolinos og aðeins í stuttri göngufjarlægð frá fjörinu við hina fallegu smábátahöfn Puerto Marina. Staðsetning hótelsins er þar af leiðandi frábær en mikið mannlíf og úrval verslana og veitingastaða er þar allt um kring.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 9 km
- Frá strönd: 150 m frá La Carihuela á Montemar svæðinu
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Íbúðir
- Ísskápur
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði, Án fæðis