La isla y El Mar Hotel Boutique
Vefsíða hótels

Lúxus hönnunarhótel, á besta stað í hlíðinni fyrir ofan smábátahöfnina í Puerto del Carmen. Stórkostlegt útsýni yfir eyjurnar Lobos og Fuertaventura. Einungis ætlað fullorðnum.
Hótelið er einstaklega fallega hannað á allan hátt, byggingin sjálf, hótelgarðurinn og öll aðstaða. Í hótelinu er 81 svíta, hver annarri glæsilegri. Flestar svíturnar eru 50 fermetrar að stærð og rúma allt að þrjá fullorðna. Classic svítur eru eitt opið rými með verönd búinni húsgögnum og sjávarsýn að hluta. Junior Pool svítur eru með sér svefnherbergi, verönd og útsýni yfir sundlaugina. Excellence Atlantic svítur eru með sér svefnherbergi og svölum með sjávarsýn. Deluxe svítur eru 64 fermetrar, með tveimur svefnherbergjum og rúma fjóra. Nuddpottur er á verönd. Premium svítan er 75 fermetra þakíbúð, ætluð tveimur. Innréttingar eru nútímalegar, stílhreinar og hlýlegar, í mildum jarðarlitum.
Svíturnar eru búnar öllum nútímaþægindum, loftkælingu, síma, flatskjársjónvarpi bæði í svefnherbergi og setustofu, smábar sem fyllt er á gegn gjaldi, öryggishólfi þar sem hægt er að hlaða farsíma og Nespresso kaffivél. Á baðherbergjum er regnsturta, kraftmikil hárþurrka, snyrtivörur, baðsloppar og inniskór.
Góð þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu, gestum að kostnaðarlausu.
Morgun- og kvöldverður er af hlaðborði í veitingasal og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Innréttingarnar í Gourmet Club minna einna helst á hitabeltisskóg og þar stendur valið um ljúffenga rétti af matseðli og drykki af barnum. Á sundlaugarbarnum fást drykkir og snarl og á kvöldin er lifandi tónlist.
Í hótelgarðinum er sundlaug, hluti hennar með vatnsnuddi, sólbekkir og sólhlífar og slökunarverönd.
Heilsulindin La Gruta de las Flores býður upp á líkams- og snyrtimeðferðir og í líkamsræktaraðstöðunni eru ný Technogym-tæki.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er veitt aðstoð við að leigja bíl, hjól, skipuleggja ferðir og afþreyingu.
Hótelið er rekið með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi og hefur hlotið viðurkenninguna „Biosphere Smart Hotel“. 10 mínútna gangur er niður að smábátahöfninni og þar í kring eru veitingastaðir, barir og verslanir, vatnasport og önnur afþreying.
Fjarlægðir
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Án fæðis