fbpx Paradise Park Fun Lifestyle Hotel, Los Cristianos | Vita

Paradise Park Fun Lifestyle Hotel, Los Cristianos
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Paradise Park Fun Lifestyle Hotel er fallegt og snyrtilegt hótel í Los Cristianos. Gott andrúmsloft og vinalegt starfsfólk, heilsulind, góður matur og öll helstu þægindi til að eiga ógleymanlegt frí í sólinni.

Á hótelinu eru 394 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum. Þau skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, stúdíóíbúðir, svítur o.fl. Herbergin eru ólík að hönnun og með ólíkar innréttingar en eiga það sameiginlegt að bjóða upp á nútímalegt, róandi og þægilegt andrúmsloft. Á öllum herbergjum er internet, sjónvarp með gervihnattarásum, loftkæling, öryggishólf og minibar. Sum herbergi eru með svefnsófa. Svalir eða verönd fylgja öllum herbergjum og útsýni er yfir garðinn eða út á hafið. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur. 

Á hótelinu er einn aðalveitingastaður þar sem boðið er upp á veitingar af hlaðborði á meðan matreiðslumenn leika listir sínar. Seinna á kvöldin eru sýningar settar upp í þessu rými. Sér hlaðborð er borið fram fyrir smáfólkið sem dvelur á hótelinu. Tveir barir eru í hótelgarðinum og þar er hægt að panta drykki og snarl yfir daginn. Þeir gestir sem vilja enn meiri afslöppun geta pantað mat upp á herbergið sitt. 

Hótelgarðurinn er rúmgóður og búinn öllu því helsta sem þarf til að slaka á og sleikja sólina. Fimm sundlaugar eru á hótelinu, sumar þeirra eru úti í hótelgarðinum og sumar inni á heilsulindinni. Þar er notalegt að sitja með góðan drykk í hönd og horfa á útsýnið. Á hótelinu er góð heilsulind með nuddpotti og fjölmörgum meðferðum. Einnig er þar líkamsræktaraðstaða sem gerir gestum kleift að halda rútínunni í fríinu. 
Ýmis afþreying er á hótelinu en til dæmis starfar þar teymi sem sér um skemmtun á daginn og á kvöldin. Starfræktur er krakkaklúbbur sem hefur ofan af fyrir þeim yngri. 
Hótelið býður einnig upp á skutl á ströndina. 

Paradise Park Fun Lifestyle Hotel er flottur kostur fyrir ólíka hópa ferðamanna og hentar fólki á öllum aldri.

Vinsamlegast athugið:
Frá september 2025 til 30. apríl 2026 munu framkvæmdir standa yfir á hótelinu, alla virka daga frá kl. 10:00–17:00. Undantekning er tímabilið 30. nóvember til 10. janúar, en þá verður verkhlé og engin sýnileg starfsemi á svæðinu.

Framkvæmdirnar felast í að skipta út teppum á göngum hótelsins á hæðum 1 til 4. Á meðan framkvæmdum stendur verða viðkomandi svæði afmörkuð með skilrúmum. Herbergi sem liggja næst þeim svæðum sem verið er að vinna að hverju sinni verða lokuð.

Reynt verður að halda hávaða og ónæði í lágmarki, en athugið að einhver hávaði getur orðið fyrstu tvo daga á hverju svæði á hverri hæð.

Fjarlægðir

  • Frá strönd: 15 mín gangur
  • Frá flugvelli: 15 mín
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnaleiksvæði
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun