Stefán Ásgeir Guðmundsson
Fararstjóri
Stefán er kennari og leiðsögumaður og hefur unnið við fararstjórn í mörg ár, þar af fyrir Icelandair VITA frá upphafi.
Stefán hefur unnið sem fararstjóri á ýmsum áfangstöðum síðastliðin 20 ár.
Eftir menntaskólagöngu fór Stefán í sagnfræðinám til Kaliforníu. Hann tók svo síðasta árið sitt í skiptinámi í Mexíkóborg við ríkisháskólann þar. Það er óhætt að segja að borgin og menningin hafi heillað Stefán því hann framlengdi dvöl sína í Mexíkóborg og kláraði Master í Menningarsögu Rómönsku Ameríku.
Eftir heimkomu lá leiðin í fararstjórn og kennslu. Stefán kennir við sinn gamla menntaskóla MH í dag ásamt því að hafa kennt sem stundakennari við spænskudeild HÍ í fjöldamörg ár og verið með ýmis námskeið tengd Rómönsku Ameríku í Endurmenntun HÍ. Meðal þeirra var námskeiðið: Frida Kahlo, sem unnið var í samvinnu við Þjóðleikhúsið í uppfærslu á samnefndu verki: Frida – Viva la vida.
Stefán hefur unnið í fararstjórn víða í Evrópu og má þar nefna ýmsa áfangastaði á Spáni, Portúgal, Ítaliu, Grikklandi og Írlandi. Kúba hefur þó alltaf verið sérstakt áhugasvið hans en þangað hefur Stefán leitt fjöldann allan af Íslendingum síðustu 20 árin.
Nú er stefna tekin á Mexíkó sem Stefán hefur sérstakar taugar til. Eftir heimkomu úr námi hefur Stefán margoft heimsótt landið aftur og fylgst vel með fréttum og samfélagsbreytingum þar og er fullur tilhlökkunar að kynna Íslendingum fyrir þessu ævintýralandi.
Ferðir:
-
Verð frá
1.050.000kr
á mann í tvíbýli