Campiglio Bellavista
Vefsíða hótels

Campiglio Bellavista er glæsilegt hótel sem Artini fjölskyldan hefur rekið af alkunnri gestrisni í meira en 40 ár. Hótelið er gegnt Pradalago skíðalyftunni og í göngufæri við aðaltorgið í bænum, og er því staðsetningin frábær.
Hótelinu er haldið vel við og hefur meðal annars verið endurbyggt alveg frá grunni. Allt er fyrsta flokks, bæði híbýli og þjónusta.
Öll herbergi eru með upphituð harðviðargólf, og þar eru gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet án endurgjalds, smábar, öryggishólf og svalir. Á baðherbergi er hárþurrka, sloppur og inniskór.
"Classic" herbergi tekur tvo og ungabarn og "Junior" svítur taka 3 fullorðna. Hægt er að sérpanta "Junior" svítu á tveimur hæðum sem tekur 4 og 5.
Í heilsulindinni er gott að láta líða úr sér eftir ævintýri dagsins. Aðgangur er innifalinn. Þar eru nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað, og í boði eru nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi.
Á veitingastaðnum er árstíðabundinn matseðill og mikið lagt upp úr fersku hráefni úr næsta nágrenni.
Maturinn þykir sérlega ljúffengur og í matsalnum stjana þjónar hótelsins við gesti sína. Skíðageymslan er með læsta skápa merkta viðkomandi herbergi.
Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi ferðir til og frá flugvelli í Verona og skíðapoka.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 150 km
- Frá miðbæ: Í göngufæri - 5 mínútur
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug: Innisundlaug
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi: Tvíbýli og junior svítur fyrir 2 til 4
- Minibar
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði