Erato Beach, Platanias
Vefsíða hótels

Erato Beach er fallegt íbúðahótel staðsett á frábærum stað alveg við ströndina í Platanias.
Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna og bíður upp á bæði stúdíó íbúðir fyrir tvo til þrjá og íbúðir með einu svefnherbergi fyrir allt að fjóra. Íbúðirnar eru snyrtilegar og innréttaðar á látlausan hátt, allar með sófa, sófaborði, sjónvarpi, litlum setkrók og litlu eldhúsi. Loftkæling og upphitun er í öllum íbúðunum. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við miðakaup eða leigu á bíl eða hjóli. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn við sundlaugina og hinn með útsýni yfir aðalgötuna í Platanias.
Hótelið er sérstaklega hannað til að einangra hávaða frá umhverfinu og því góður kostur fyrir þá sem vilja slaka vel á í fríinu. Einnig er þó valkostur að komast í iðandi mannlífið á strandgötunni þar sem nóg er af veitingastöðum, börum og verslunum.
Fjarlægðir
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Flugvöllur: 30 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis