Raxa hotel, Playa de Palma
Vefsíða hótels

Hótel Raxa er staðsett á góðum stað aðeins 100 metra frá ströndinni í Playa de Palma.
Hótelið býður annarsvegar upp á íbúðir með einu svefnherbergi, þar sem í stofunni er svefnsófi og lítil eldhúsaðstaða. Hins vegar er í boði herbergjagisting, allt frá einstaklings til fjögurramanna herbergja. Íbúðir og herbergi eru snyrtileg, en innréttuð með einföldu sniði. Inn á þeim öllum er loftkæling, sjónvarp, öryggishólf gegn gjaldi, þráðlaust internet og fullbúið baðherbergi. Svalir eða verönd fylgja öllum íbúðum og herbergjum. Hægt er að sérpanta íbúðir með aðstöðu fyrir fatlaða
Á hótelinu er móttaka, veitingastaður og bar. Garðurinn er lítill en þar má finna sundlaug, sólbekki og útibar. í grynnri enda sundlaugarinnar er barnalaug. Rétt hjá er lítil matvöruverslun.
Hótel Raxa er staðsett á frábærum stað í Playa de Palma en stutt er að fara á ströndina og miðbærinn er rétt hjá með fjölbreyttu mannlífi, verslunum og úrval veitingastaða. Ekki er heldur langt að fara til höfuðborgarinnar La Palma og auðvelt að taka stætisvagn eða leigubíl þangað.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 5,6 km.
- Strönd: 100 m.
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Miðbær: 12 km. - La Palma (höfuðborg Mallorca)
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
- Handklæði fyrir hótelgarð: Nei
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
Fæði
- Morgunverður