HF Fenix Lisboa
Vefsíða hótels

Hotel Fenix Lixboa er fjögurra stjörnu hótel staðsett á góðum stað í miðbæ borgarinnar, rétt við aðalgötur eins og Avenida da Liberdade og Baixa en þar má finna iðandi mannlíf, úrval verslana og veitingastaða. Metró stoppar einnig rétt frá svo auðvelt er að komast til allra átta.
Á hótelinu eru 198 herbergi, öll eru þau fallega hönnuð og eru með sjónvarpi, síma, öryggihólfi, þráðlausu interneti, minibar og inná baðherbergjum er ýmist sturta eða baðkar, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Inn á flestum herbergjum er afar fallegt útsýni yfir borgina.
Á hótelinu er einnig móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaður, bar og setustofa. Morgunmatur er reiddur fram af hlaðborði og hægt er panta herbergisþjónustu.
Góður kostur fyrir þá sem kjósa góða staðsetningu í þessari frábæru borg.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 7,6 km.
- Miðbær: Rétt hjá
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður