Lemon and Soul Hotel, Las Palmas
Vefsíða hótels

Vel staðsett þriggja stjörnu hótel í Las Palmas, aðeins steinsnar frá Las Canteras ströndinni og aðeins í 800 metra fjarlægð frá miðbænum. Allt um kring eru veitingastaðir og verslanir.
Á hótelinu er móttaka opin allan sólarhringinn og upp á þakinu er sólbaðsaðstaða og jacuzzi. Öll herbergin sem samtals eru 71 voru tekin í gegn árið 2019, öll eru þau búin þægindum eins og sjónvarpi,síma, loftkælingu, þráðlausu interneti og fullbúnu baðherbergi þar sem er sturta og hárþurrka.
Í boði eru Standard herbergi sem eru með útsýni yfir götuna og Standard Economy herbergi, í báðum herbergjatýpum geta verið allt að einn til tveir einstaklingar.
Góður kostur fyrir þá sem vilja dvelja í höfuðborginni og njóta alls þess sem hún hefur uppá að bjóða
Ath. Fararstjórar VITA eru ekki staðsettir í Las Palmas en hægt er að nálgast þá í þjónustusíma.
Aðstaða
- Herbergi
- Lyfta
- Sturta
- Sjónvarp
- Þrif
- Lín og handklæðaskipti
- Þráðlaust net
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis, Morgunmatur