Grand Packard 4 nætur - Iberostar Bellavista 3 nætur
Vefsíða hótels

Hægt er að lesa meira um Iberostar Grand Packard hér
Hægt er að lesa meira um Iberostar Bellavista hér
Iberostar Grand Packard er glæsilegt fimm stjörnu hótel staðsett í Havana við gamla borgarhlutann við breiðgötuna Paseo del Prado og er með glæsilegu útsýni yfir hafnarmynni borgarinnar. Á sjöttu hæð hótelsins er flott sundlaug með sólbaðsaðstöðu, þaðan er stórkostlegt og víðáttumikið útsýni er yfir Havana flóann. Heilsulind hótelsins bíður upp á margs konar heilsumeðferðir, sauna, nudd og upphitaða sundlaug. Á hótelinu eru fjórir barir og á einum þeirra "Salón Goya" píanó barnum er lifandi tónlist, þar er einnig hægt að fá sér snarl allan sólarhringinn. 5 veitingastaðir eru á hótelinu sem bjóða upp á fjölbreytta matargerð með hráefni í hæsta gæðaflokki. Á hótelinu er morgunmatur innifalinn.
Iberostar Bellavista er glæsileg hótelsamstæða á fábærum stað við gyllta sandströndina í Varadero. Í hótelinu eru 827 rúmgóð herbergi og svítur sem rúma frá þremur fullorðnum upp í tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru einstaklega stílhreinar og nútímalegar, í hvítum litum og með áklæði í skærum tónum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og lítill ísskápur er í öllum vistarverum hið minnsta. Hárþurrka og baðvörur eru á baðherbergjum. Við öll herbergi eru svalir eða verönd. Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sérstöku svæði. Í hótelgarðinum eru fjórar sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar, hengirúm og beddar. Beint aðgengi er niður á gylltan sandinn við volgan sjóinn, þar eru sólbekkir og skálar þar sem hægt er að panta sér nudd eða taka þátt í vatnasporti og leikjum sem starfsfólkið sér um. Á hótelinu er allt innifalið
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Til Grand Packard 120 km
- Flugvöllur: Frá Bellavista 30 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Gegn aukagjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Morgunverður