Lóa Pind Aldísardóttir
Fararstjóri
Lóa Pind hefur skíðað í Austurríki, á Ítalíu, Spáni og víða á Íslandi, bæði á skíðasvæðum og í Kerlingarfjöllum, á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, í Kverkfjöllum og víðar.
Lóa mun í vetur bjóða upp á leiðsögn um léttari brekkur Madonna fyrir þá sem eru að renna sín fyrstu spor í vetrarríkisparadísinni - fyrir fólkið sem hefur lengi þráð að komast í sólrík og endurnærandi skíðafrí. Hún hefur ferskan skilning á því hvernig er að vera byrjandi í brekkunum og hyldjúpan skilning á lofthræðslu - enda hefur hún á örfáum árum komið sér úr plógnum og getur nú rennt sér sómasamlega niður allar bláar og rauðar brekkur. Undanfarin ár hefur hún starfað sem fararstjóri Icelandair VITA í Madonna og kolféll fyrir svæðinu þar sem sólin skín nánast alla daga, lognið hreyfist varla og betra úrval af bláum og ljósrauðum brekkum hefur hún aldrei kynnst fyrr.
Lóa er gift Jónasi Valdimarssyni verkfræðingi, leiðsögumanni og fararstjóra.