fbpx Sheraton Hótel - Varsjá | Vita

Sheraton Hótel - Varsjá
4 og hálfa stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel á einum virðulegasta en jafnframt líflegasta stað hjarta Varsjár, aðeins steinsnar frá fjörugum krám og kaffihúsum og skoðunarverðustu stöðum borgarinnar.

Í hótelinu eru 350 herbegi af ýmsum gerðum en eiga öll sameiginlegt að vera falleg, þægileg, rúmgóð og björt. Öll herbergin eru með rúmgóðu sérbaðherbergi, síma, netaðgangi, kapal- og gervihnattasjónvarpi, opnanlegum gluggum, loftkælingu, smábar, kaffi- og tegræjum, straujárni- og bretti og öryggishólfi.

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Á InAzia eru bornir fram ilmandi og bragðmiklir réttir frá Suðaustur-Asíu á kvöldin frá mánudegi til laugardags en síðdegis á sunnudögum. Olive er veitingastaður þar sem Miðjarðarhafsmatreiðsla er í hávegum höfð og bæði er þar kalt og heitt hlaðborð sem hægt er að njóta við líflega djasstónlist. Opinn á morgnana mánudaga til laugardaga fram til 16.30 á sunnudögum.

SomePlace Else er líflegur bar með afslöppuðu andrúmslofti þar sem hægt er horfa á íþróttir á stórum skjám og fá sér ljúffenga tex-mex-rétti með. Opinn frá hádegi til miðnættis eða lengur alla daga. Á Lobbíbarnum er hægt að slaka á yfir léttu snarli, kaffi, te kokkteilum og öðrum drykkjum. Barinn er opinn frá morgni til miðnættis alla daga.

Borð matreiðslumeistarans með fjórum sætum er ekki annálað fyrir umhverfi eða útlit en þangað komast þó aðeins fáir útvaldir. Meðal frægra gesta eru Vladímír Pútín og Steven Segal. Aðeins vinir matreiðslumeistarans fá aðgang og því er ráðlegt fyrir gesti að segja sem mest fallegt um matinn þegar þeir borða á himum veitingastöðum hótelsins!

Hótelið stendur við Þriggjakrossatorg (Three Crosses Square) og þaðan er stutt í flest það sem Varsjá hefur að bjóða, verslanir smáar og stórar, söfn, leikhús, hallir og garða að ekki sé minnst á veitingahús og bari.

Eins og glæsihóteli sæmir býður Sheraton bæði upp á líkamsrækt og funda- og ráðstefnuaðstöðu. 

 

Fjarlægðir

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun