Iberostar grand hotel El Mirador, Costa Adeje

Vefsíða hótels

Iberostar Grand hotel El Mirador er við Playa del Duque ströndina Costa Adeje megin á suðurströnd Tenerife.

Hótelið er í fallegum 2000 m2 garði með sundlaugum, sólbekkjum, sóltjöldum, handklæðum og annari fyrirtaks aðstöðu til sólbaða og afslöppunar. Allt er stílað inná klassa og glæsileika á þess lúxushóteli sem er eingöngu fyrir fullorðna og með býður gestum gistingu í fallegum svítum.

Um 25 metrar eru að hinnar fallegu Duque strönd, sem af mörgum er talin fallegasta ströndin á Tenerife. Iðandi mannlíf, barir, kaffihús, veitingastaðir og fallegar smáverslanir og verslunarhús eru í göngufæri.

Á hótelinu eru 120 fallegar svítur.  Allar svítur eru með himnasæng og verönd eða svölum. Svíturnar eru loftkældar með fataherbergi, interneti, sjónvarpi, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum og síma. Baðherbergi eru vel búin með aðskildu baðkari og sturtu, rakspegli, baðslopp, inniskóm og hárþurrku.  

Hótelið skartar þremur veitingastöðum og tveimur börum.  Sundlaugarbarinn er mjög huggulegur og þar má fá fyrirtaks paellu og ferskt sjávarfang auk ýmissa léttra rétta. Tosca barinn er vinsæll og opinn frá klukkan 10 á morgnana og til miðnættis. Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum El Mirador og þar er einnig hægt að borða kvöldverð, sem borinn er fram á hlaðborði. Hægt er að kaupa morgunverð eða hálft fæði. Glæsilegasti veitingastaður hótelsins er El Cenador þar sem réttir frá Kanaríeyjum  - gjarnan í nútíma búningi eru í fyrirrúmi. 
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Auðvelt er að stunda íþróttir og aðra afþreyingu á hótelinu. Vel búinn tækjasalur, borðtennis, skvass, vatnsleikfimi í  sundlauginni.  Skammt frá hótelinu er köfunarstöð þar sem bæði byrjendur og lengra komnir lagt stund á köfun. Brimbretti og alls kyns vatnasport er við strendurnar.

Sjö holu golfvöllur er í næsta nágrenni, stutt  er á aðra golfvelli og leiðbeinir starfsfólk hótelgestum með bókanir á golfvelli.

Hótel Iberostar Grand hotel El Mirador, eingöngu fyrir fullorðna og gist í svítum með himnasæng. Algjör lúxus.

ATH. Mögulegt er að sérpanta herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 25 min
 • Miðbær: Göngufæri
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Herbergi: Svítur
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun