Aqua Dome
Vefsíða hótels

Glæsilegt fjögurra stjörnu lúxus hótel með óviðjafnanlegu útsýni til allra átta. Hótelið hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir glæsilegan arkitektúr en hótelið samlagast vel umhverfinu og náttúrunni allt um kring.
Á hótelinu er afar góð aðstaða en þar má sem dæmi nefna úti heilsulind, gufuböð, snyrtimeðferðir, líkasræktaraðstöðu, sundlaug og fleira.
Þarna er einnig móttaka opin allan sólarhringinn, barir, veitingastaðir, setustofa ásamt ýmsu öðru.
Öll herbergi eru rúmgóð og afar vel búin og hafa að geyma öll helstu nútíma þægindi eins og sjónvarp, síma, öryggishólf og baðherbergi með helstu snyrtivörum.
Skíðarúta gengur á 10 mínútna frest frá hótelinu til skíðasvæða í næsta nágrenni.
Skíðasvæðin má skoða hérna
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA