Tui Blue, Montafon
Vefsíða hótels

Hótel Tui Blue er fjögurra stjörnu hótel staðsett í útjarði bæjarins Schuns-Tschagguns í Austurríki en þaðan er stutt að fara með skíðarútu eða bíl á skíðasvæðið Silvretta Montafon sem er sannkölluð paradís með um 295 km. af skíðabrautum.
Á hótelinu er góð aðstaða eins og móttaka, veitingastaður, bar, bílastæði og upphituð skíðageymsla. Einnig er á hótelinu heilsulind þar sem m.a. má finna sauna og líkamsræktaraðstöðu.
Hálft fæði er innifalið og er morgunmatur reiddur fram af hlaðborði og kvöldverður með áherslu á austurríska matargerð.
Herbergin eru með útsýni til fjalla og eru nútímalega hönnuð. Öll eru þau með sjónvarpi, nettengingu, öryggishólfi og fullbúnu baðherbergi með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Í móttöku er hægt að fá bæði baðslopp og inniskó.
Sjá nánar um skíðasvæðið Silvretta Montafon
Ath. Skíðalyftur eru ekki í göngufjarlægð heldur þarf að taka skíðarútu eða bíl. Ferðin tekur aðeins nokkrar mínútur og er vegalengd um 1,5 km.
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: Innsbruck: 143 km
- Frá miðbæ: Schuns-Tschaggun: 1 km.
- Frá skíðalyftu: 1,5-2 km