Platja d'Aro
Hjarta Costa Brava
Myndagallerí
Nýr áfangastaður Icelandair VITA - Platja d'Aro á Costa Brava!
Í Platja d'Aro er ekki fararstjóri á vegum Icelandair VITA og eru farþegar því á eigin vegum.
Platja d´Aro er hjarta Costa Brava. Costa Brava eða "villta ströndin" er nátturuperla sem margir Íslendingar eiga enn eftir að upplifa.
Platja d´Aro strandbærinn býður upp á allt sem þarf fyrir gott frí: 2 km standlengju og jafnlanga verslunargötu með öllum helstu verslunum eins og Mango, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti, Kiko svo eitthvað sé nefnt, veitingastöðum, börum og diskótekum. Bærinn er aðallega heimsóttur af Spánverjum, Frökkum, Þjóðverjum, Belgum og Hollendingum sem flestir koma keyrandi yfir landamærin. Það eru um 120 km frá flugvellinum í Barcelona til Platja d’Aro og ekið er í norðurátt þaðan. Aksturinn tekur rúmlega klukkustund.
Ýmsa skemmtilega afþreyingu má finna í Platja d’Aro fyrir utan að njóta sólarinnar og strandanna, í bænum er líka vatnsgarðurinn "Aquadiver Parc" þar sem finna má fjölbreyttar sundlaugar og rennibrautir af öllum stærðum og gerðum. Um 10 mínútna akstur er þangað frá miðbænum.
Fyrir þá sem vilja hreyfa sig aðeins mælum við með að ganga strandstíginn austur af Platja d´Aro ströndinni. Þar er hægt að skoða um 9 strandvíkur áður en komið er í strandbæinn Sant Antonio de Calonge.
Fyrir tónlistaráhugafólk bendum við á ókeypis Jazz tónleika á ströndinni, vikulega í júní, júlí og ágúst, yfirleitt á fimmtudagskvöldum.
Við mælum eindregið með að þeir sem hyggjast heimsækja Costa Brava séu með bílaleigubíl amk hluta af tímanum og skoði bæði nærliggjandi standþorp eins og Llafranc, Calella de Palafrugell og Tamariu sem og sögufræg þorp inn í landi eins og Pals, Begur og Peratallada. Dalí safnið í Figueres er einnig í seilingarfjarlægð (73 km). Eftir safnið er tilvalið að fara í vínsmökkun í Perelada eða áfram til Cadaqués og Port Lligat (strandbæir) þar sem Dalí bjó.
Platja d'Aro
Nýr áfangastaður Icelandair VITA - Platja d'Aro á Costa Brava!
Í Platja d'Aro er ekki fararstjóri á vegum Icelandair VITA og eru farþegar því á eigin vegum.
Platja d´Aro er hjarta Costa Brava. Costa Brava eða "villta ströndin" er nátturuperla sem margir Íslendingar eiga enn eftir að upplifa.
Platja d´Aro strandbærinn býður upp á allt sem þarf fyrir gott frí: 2 km standlengju og jafnlanga verslunargötu með öllum helstu verslunum eins og Mango, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti, Kiko svo eitthvað sé nefnt, veitingastöðum, börum og diskótekum. Bærinn er aðallega heimsóttur af Spánverjum, Frökkum, Þjóðverjum, Belgum og Hollendingum sem flestir koma keyrandi yfir landamærin. Það eru um 120 km frá flugvellinum í Barcelona til Platja d’Aro og ekið er í norðurátt þaðan. Aksturinn tekur rúmlega klukkustund.
Ýmsa skemmtilega afþreyingu má finna í Platja d’Aro fyrir utan að njóta sólarinnar og strandanna, í bænum er líka vatnsgarðurinn "Aquadiver Parc" þar sem finna má fjölbreyttar sundlaugar og rennibrautir af öllum stærðum og gerðum. Um 10 mínútna akstur er þangað frá miðbænum.
Fyrir þá sem vilja hreyfa sig aðeins mælum við með að ganga strandstíginn austur af Platja d´Aro ströndinni. Þar er hægt að skoða um 9 strandvíkur áður en komið er í strandbæinn Sant Antonio de Calonge.
Fyrir tónlistaráhugafólk bendum við á ókeypis Jazz tónleika á ströndinni, vikulega í júní, júlí og ágúst, yfirleitt á fimmtudagskvöldum.
Við mælum eindregið með að þeir sem hyggjast heimsækja Costa Brava séu með bílaleigubíl amk hluta af tímanum og skoði bæði nærliggjandi standþorp eins og Llafranc, Calella de Palafrugell og Tamariu sem og sögufræg þorp inn í landi eins og Pals, Begur og Peratallada. Dalí safnið í Figueres er einnig í seilingarfjarlægð (73 km). Eftir safnið er tilvalið að fara í vínsmökkun í Perelada eða áfram til Cadaqués og Port Lligat (strandbæir) þar sem Dalí bjó.
-
Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar
FLUGVÖLLUR:
Barcelona airport (BCN)
FLUG:
Um 4 klst. Flogið í áætlunarflugi Icelandair. Lent á Terminal 2
FARANGUR:
Sjá á vefsíðu Icelandair
FERÐAMANNASKATTUR:
Þessi skattur er nýr og greiðist beint til hótels.
FARARSTJÓRI:
Á Platja d’Oro er ekki fararstjóri á vegum VITA og eru farþegar því á eigin vegum.
AKSTUR:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Um 90 til 120 mín akstur er frá flugvellinum í Barcelona til Platja d'Aro.
120 km frá flugvellinum til Platja d´Aro.
STRENDUR:
Varið ykkur að taka einungis það nauðsynlegasta með á ströndina; handklæði, sólarvörn og litla fjármuni. Skiljið aldrei eigur ykkar eftir óvaktaðar.
Sandurinn er aðeins grófari, þ.e getur dustað hann af þér. Það er ekki aðgrunnt í sjóinn eins og á mörgum stöðum heldur aðdjúpt. Þú gengur nokkur skref og getur svo stungið þér í sjóinn. Flest allar strendur Costa Brava eru þannig.
TÍMAMISMUNUR:
Á sumrin eru þeir tveimur klukkustundum á undan.
MYNT:
Evra (EUR)
HRAÐBANKAR:
Mjög víða
GREIÐLUKORT:
Öll helstu kreditkort eru tekin góð og gild í flestum verslunum og veitingastöðum. Það gæti orðið erfiðleikum háð að treysta eingöngu á debetkort og því er eindregið mælt með því að hafa kreditkort að minnsta kosti með í för. Hraðbankar taka á móti öllum algengustu kreditkortunum, en ekki er sjálfgefið að hægt sé að taka út af debetkortum.
Ferðamannaskattur: ATH – nýr ferðamannaskattur á Spáni er ekki innifalinn í gistiverði heldur þarf að greiðast beint á hótel. Skatturinn er rukkaður fyrir alla 16 ára og eldri og greiðist fyrir hverja nótt en þó aldrei fyrir fleiri en 7 nætur
SIESTA
Flestir fara í hádegisverðarhlé um miðjan daginn og loka flest þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir fá um það bil 13:30 til um það bil 16:30 eða í u.þ.b. 3 tíma.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
RAFMAGN:
220 volt
TUNGUMÁL:
Katalónska er opinbera tungumálið.
GARÐAR OG ÖNNUR AFÞREYING:
Mikið er um skemmtilega skemmtigarða af öllu tagi. Hér að neðan eru nokkrir slíkir
Waterworld
Aquarium
Portaventura
BANKAR:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk alltaf beðið um að sýna vegabréf eða ökuskírteini til að staðfesta að þeir eigi kortið.
LÆKNAÞJÓNUSTA:
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar.
Þjónustuaðilar munu að sjálfsögðu aðstoða við læknasamskipti ef þess er óskað. Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
MAGAVEIKI:
Ekki er óalgengt að fólk finni fyrir einhverjum meltingartruflunum þegar líkaminn þarf að venjast nýju mataræði, auk þess sem sól og mikill hiti hafa ótvíræð áhrif á líkamsstarfsemina. Ef fólk er viðkvæmt í maga er ráðlagt að hafa sem minnst af klökum þegar drukkið er úr glösum. Á þetta ekki síst við um börn. Í apótekum fást lyf sem hjálpa til við að draga úr eymslum í maga. Hikið ekki við að leita læknis ef grunur leikur á matareitrun.
Salt: Í miklum hita eykst útgufun líkamans og við það tapar líkaminn salti. Afleiðingar saltskorts eru slappleiki, almennt orkuleysi og mikil svefnþörf. Fólk getur orðið veikt og jafnvel fallið í yfirlið. Þá er nauðsynlegt að leita læknis. Það getur verið mikilvægt að neyta meira salts en venjulega og því ágætt að salta matinn aukalega og borða saltaðar matvörur reglulega, eins og til dæmis salthnetur, saltstangir eða kartöfluflögur. Mælt er með því að börn fái að borða saltar kartöfluflögur eða saltstangir ef og þegar þeim hugnast svo.
ÞVOTTAHÚS:
Er á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.
ÖRYGGISHÓLF:
Eru á öllum hótelum og hvetjum við fólk til að geyma helstu verðmæti í þeim. Leigja þarf hólfin í gestamóttökunni og heitir öryggishólf CAJA FUERTE á spænsku og SAFETY BOX á ensku. Athugið að farþegar bera sjálfir ábyrgð á lykli hólfsins.
LEIGUBÍLAR:
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir. Leigubíll frá Barcelona flugvelli til Tossa de Mar ætti að kosta um 190 EUR
SÓLBÖÐ:
Ráðlagt er að fara varlega í sólböðin fyrstu dagana eftir komu, eða á meðan húðin er að venjast sólinni. Góð regla er að bera alltaf á sig sólaráburð nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Bera verður á líkamann með reglulegu millibili til að viðhalda virkni og forðast þannig sólbruna. Gott er að bera After-Sun krem á sig eftir sólbað. Munið að drekka nóg af vatni þegar legið er í sólbaði, fyrst og fremst til að forðast sólsting og/eða uppþornun. Einkenni sólstings eru ógleði, þreyta, höfuðverkur og jafnvel hár hiti. Gott ráð við roða eða vægum sólbruna er að bera Aloe Vera krem eða hreina jógúrt á svæðið. Einnig er ráðlagt að nota höfuðfat til að forðast sólsting.
Sjóböð: Það gilda ákveðnar öryggisreglur á flestum ströndum og er nauðsynlegt að fylgjast með viðvörunarfánum sem settir eru upp:
# Rauður fáni merkir að það má alls ekki synda í sjónum.
# Gulur fáni merkir að far skuli með gát.
# Grænn fáni merkir að óhætt sé að synda í sjónum.
Forðist að taka mikil verðmæti með á ströndina og aldrei skal skilja eigur eftir óvaktaðar.
KRANAVATN:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
VEÐURFAR:
Á sumrin er lítið verið að spá í veðurspánni eins og við Íslendingar gerum oft þar sem veðrið er yfirleitt alltaf eins. Heiðskýrt - blár himinn og heitt (23-30 gráður). EN hitinn er aldrei það þrúgandi þar sem það er hafgolan virkar ávalt sem fín loftkæling.
ÞJÓRFÉ:
Það tíðkast að gefa 7-10% þjórfé fyrir góða þjónustu og á það sérstaklega við um veitingastaði og leigubílstjóra.
MOSQUITOFLUGUR:
Búa á Spáni og því skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum).
Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Gististaðir
Kort
Hotel Aromar
Vefsíða hótels

Hotel Aromar er skemmtilegt 4 stjörnu hótel í stuttu göngufæri frá ströndinni og fallegt útsýni til sjávar. Morgunverðarhlaðborð er á hótelinu sem býður upp á fjölbreyttan morgunverð og rúmgóður bar er í gestamóttöku. Sundlaugargarðurinn er með sólbekkjum, sólhlífum, sundlaug og barnalaug.
Hægt er að velja á milli herbergja með hliðarsjávarsýn eða "Panorama" herbergja með sjávarsýn. Loftkæling er í öllum herbergjum og frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Minibar og öryggishólf, hárþurrka, sjónvarp og svalir eru meö öllm herbergjum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 1,5 klst frá BCN
- Strönd: 5 mín
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Aparthotel Comtat Sant Jordi
Stutt frá strönd. Í rólegu umhverfi. Skemmtidagskrá á hótelinu» Nánar

Aparthotel Comtat Sant Jordi
Vefsíða hótels

Aparthotel Comtat Sant Jordi er 3 stjörnu íbúðahótel í Platja d'Aro.
Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi stutt frá lítilli strönd og er um 1 km gangur að miðbæ Platja d'Aro. Garðurinn er rúmgóður með sólbekkjum og tveimur sundlaugum. Veitingastaður er á hótelinu sem býður upp á hlaðborð og svo er snakkbar í garðinum með drykki og snarl yfir daginn. Lítið leiksvæði er fyrir börnin ásamt leikherbergi með alls konar skemmtun fyrir börn. Einnig er skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa á kvöldin. Nuddstofa er á hótelinu, kjörbúð og þvottahús.
Íbúðirnar eru með einu og tveimur svefnherbergjum. Þær eru loftkældar og með verönd og sjónvarpi. Eldhúskrókur með ísskáp og öllum helstu búsáhöldum. Hægt er að leigja öryggishólf. Þráðlaust internet er um allt hótelið.
Fjarlægðir
- Strönd: 4 mín gangur
- Miðbær: 15-20 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Íbúðir
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Silken Platja d'Aro
Góð staðsetning og hugguleg gisting. Eingöngu fyrir fullorðna.» Nánar

Silken Platja d'Aro
Vefsíða hótels

Silken Platja d'Aro er glæsilegt 4 stjörnu hótel í skandinavískum stíl. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna. Staðsetningin er góð, um 450 m frá ströndinni og í miðbæ Platja d'Aro. Garðurinn er rúmgóður en með lítilli sundlaug. Skemmtilegt útisvæði er við sundlaugina þar sem hægt er að setjast niður, slaka á og fá sér drykk og snarl.
Herbergin eru fallega innréttuð og hægt er að velja um tvíbýli standard og með sundlaugarsýn. Þau eru öll með svölum eða verönd og loftkælingu. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Sjónvarp, öryggishólf og snyrtivörur á baðherbergjum.
Fjarlægðir
- Strönd: 6 mín gangur
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
HTop Caleta Palace
Alveg við strönd
Allt innifalið
Barnaleiksvæði og skemmtidagskrá
» Nánar

HTop Caleta Palace
Vefsíða hótels

HTop Caleta Palace er 4 stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina og í um 700 m fjarlægð frá miðbæð Platja d'Aro. Góður sundlaugargarður er við hótelið með sólbekkjum og sundlaugarbar. Veitingastaðurinn býður uppá hlaðborð og einnig er bar þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Skemmtidagskrá er fyrir börn og leiksvæði.
Herbergin eru ýmist með sjávarsýn eða útsýni yfir götu. Hægt er að velja um herbergi án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða öllu inniföldu. Loftkæling er á herbergjum og frítt þráðlaust internet. Öryggishólf og ísskáp er hægt að fá gegn gjaldi.
Fjarlægðir
- Strönd: Við strönd
- Miðbær: 700 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
BCN
4,5
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
EUREvra
Gengi