fbpx El Duque Hotel | Vita

El Duque Hotel, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels

Fjölskylduvænt og skemmtilegt fjögurra stjörnu íbúðahótel með yfir tvö hundruð íbúðir sem dreifast á níu byggingar og gróinn og vel búinn sundlaugagarð með öllu því helsta til að gleðja sóldýrkendur á öllum aldri.

El Duque-hótelið er vel staðsett á Costa Adeje, u.þ.b. tíu mínútur frá baðströndunum á Playa El Duque og Playa del Fanabé. Veitingastaðir og barir eru á hverju strái á svæðinu og stutt er í verslanir og þjónustu.

Í sundlaugagarðinum sem opnar kl. 10 á morgnana eru þrjár laugar, þar af ein upphituð og grunn laug fyrir börn. Þar eru einnig tveir barir sem afgreiða ljúffenga svaladrykki og snarl allan daginn. Á öðrum þeirra fara fram ýmiskonar fjölskylduskemmtanir á daginn og lifandi tónlist er leikin fyrir gesti á kvöldin. Á veitingastað hótelsins er borinn fram ljúffengur morgunverður og á kvöldin er boðið upp á hlaðborð þar sem hægt er að gæða sér á því helsta í spænskri matargerð. Á hótelinu er starfræktur sérstakur krakkaklúbbur til að hafa ofan af fyrir yngstu gestunum með leiksvæðum bæði úti og inni og ættu allir krakkar að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Einnig er á staðnum lítið bókasafn og geta gestir fengið lánaðar bækur auk þess sem hægt er að stytta sér stundir við pílukast, borðtennis og billjarð.

Hægt er að velja á milli opinna stúdíóíbúða og íbúða með aðskildri stofu og svefnherbergi. Í öllum íbúðum eru rúm fyrir tvo og svefnsófi. Íbúðirnar eru hreinlegar og rúmgóðar, innréttaðar á einfaldan en þægilegan hátt með setusvæði eða stofu, einkasvölum og vel útbúnum eldhúskróki með öllu því helsta. Ókeypis þráðlaust internet er á öllu hótelinu.

El Duque er frábær kostur fyrir þá sem kjósa fjölskylduvæna gistingu í sinni eigin íbúð með eldunaraðstöðu og heimilislegum þægindum á besta stað til að njóta alls þess helsta sem Costa Adeje og suðurhluti Tenerife hafa upp á að bjóða.

Aðstaða

  • Sundlaugabar
  • Gestamóttaka
  • Barnasundlaug
  • Barnaleiksvæði
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Sundlaug

Vistarverur

  • Íbúðir
  • Ísskápur
  • Kaffivél
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Þráðlaust net

Fæði

  • Án fæðis, Morgunmatur, Hálft fæði, Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun