Iberostar Anthelia, Costa Adeje

Vefsíða hótels

Iberostar Anthelia er glæsilegt 5 stjörnu hótel Costa Adeje megin á suðurströnd Tenerife.

Hótelið hefur glæsilega sundlaugargarða, frábæra heilsulind og fyrsta flokks veitingastaði. Þjónustan er framúrskarandi og allar vistarverur bera kem af þeim fimm stjörnum sem hótelið hefur

Hótelið stendur við hafið, milli hinnar löngu Fañabé sandstrandar og hinnar fallegu  Duque strandar. Allt um kring er iðandi mannlíf, barir, kaffihús og veitingastaðir.

Á hótelinu eru 365 rúmgóð herbergi í fimm byggingum, öll nýuppgerð að fullu.
Tveggja manna herbergin eru ýmis með hjónarúmi eða tveimur rúmum, öll með verönd eða svölum. Herbergi snúa ýmist að hafi eða sundlaugargarði, eru öll loftkæld  með baðslopp, hárþurrku, þráðlausu interneti, flatskjá, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum, síma og möguleika á aukarúmi fyrir barn.
Hægt er að fá fjölskylduherbergi sem eru tvö herbergi tengd saman. 

Hótelið skarar framúr öðrum þegar kemur að matseld. Maturinn er stundum nefndur helsta djásn hótelsins. Hótelið skartar fjórum veitingastöðum, hver með sínar áherslur, og tveimur sundlaugarbörum, með alls kyns veitingum. 
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Mikið er um að vera á hótelinu og á daginn er skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Notalegur píanóbar er á veröndinni, þar sem gestir njóta lifandi tónlistar og skemmtiatriða.

Heilsa og vellíðan er fyrir öllu og „Thai Zen SPAce“ heilsulindin byggir á meðferðum frá Asíu, sem eiga að gagnast bæði líkama og sál. Í annari heilsulind, „Wellnes Centre“ eru ýmis heilsuböð, innilaug, vatnsleikfimi, kaldur pottur, finnsk sauna og tyrkneskt gufubað. Farþegar geta fengið strandhandklæði meðan á dvöl stendur án endurgjalds.

Endalausir möguleikar til að stunda íþróttir og aðra afþreyingu á hótelinu. Tækjasalur með góðum græjum, borðtennis, tennis, pílukast, vatnsleikfimi og leikir í sundlauginni. Við ströndina er hægt að komast á brimbretti.  

Skammt frá hótelinu er köfunarstöð þar sem bæði byrjendur og lengra komnir lagt stund á köfun. Stutt er á golfvelli og leiðbeinir starfsfólk hótelgestum með bókanir á golfvelli.

Hótel Iberostar Anthelia er fyrir þá sem vilja það besta sem er í boði á Tenerife.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: Stutt í miðbæ Costa Adeje, um 6 km til Playa del las Américas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: frítt þráðlaust net á herbergjum, í móttöku og aðgangur að tölvu í Cyper kaffihúsinu
 • Herbergi: Tveggja manna herbergi. Hægt að panta aukarúm fyrir börn.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun