Cosmopolitan Hotel, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Mjög gott og fjölskylduvænt hótel mitt í iðandi mannlífinu á Playa de Palma.

Í Cosmopolitan-hótelinu eru 247 falleg, rúmgóð og flísalögð herbergi af nokkrum stærðum, frá eins manns og upp í herbergi með setustofu sem geta hýst fjóra. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á herbergjum sem eru rúmgóð og öll með sérbaðherbergi með hárþurrku, loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, þráðlausu netsambandi (gegn greiðslu), síma, ísskáp og öryggishólfi (leigt sér).

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu þar sem boðið er upp á fjölbreyttan og fullkominn morgunmat. Kvöldverðarúrvalið er ekki síður fjölbreytt og yfirgripsmikið þar sem er að finna gæðafæðu frá öllum heimshornum, auðvitað að Baleareyjum meðtöldum. Á hverju kvöldi er boðið upp á „þematískan“ kvöldverð – asískan, tex-mex, ítalskan, arabískan og alþjóðlegan auk matar að hætti íbúa við Miðjarðarhaf og á Mallorca.

Við sundlaugina er bar þar sem hægt er að fá sér létt snarl, drykki, ferskan appelsínusafa og kaffi í notalegum skugganum. Þar eru einnig haldin skemmtikvöld tvisvar til þrisvar í viku.

Útisundlaug er við hótelið fyri bæði börn og fullorðna og aðgengileg hreyfihömluðum. Þar er einnig nuddpottur. Sólbekkir og sólhlífar eru á sundlaugarsvæðinu. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.

Leikvöllur er fyrir börn, borðtennisborð er á staðnum, leikjaherbergi með billjarðborðum og píluspjöldum (gegn gjaldi). Hægt er að komast í tennis á leirvelli gegn gjaldi og mini-golf ókeypis.

Reiðhjóla- og mótorhjólaleiga er í hótelinu.

Hótel Cosmopolitan stendur aðeins 500 metra frá ströndinni og strætóstoppistöð er við hótelið. Fullt er af verslunum, börum og veitingahúsum í næsta nágrenni.

Fimmtán kílómetrar eru til höfuðborgarinnar, Palma, en þangað ganga strætisvagnar. Palma er heillandi blanda gamalla tíma og nýrra, með söfnum, minnismerkjum, verslunum kaffi- og veitingahúsum og næturklúbbum.

Ekki þarf heldur að fara mjög langt til að komast í vatnsskemmtigarða, sjávardýrasafn, næturklúbba og golf svo eitthvað sé nefnt.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 5 km
 • Strönd: 500 m
 • Miðbær: 11 km til Palma
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum en í herbergjum gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun