Magnús Lárusson
Magnús Lárusson, eða Maggi Lár eins og hann er kallaður, er fæddur 1985 og byrjaði ungur að árum að spila golf hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ.
Hann náði ótrúlega fljótt góðum tökum á íþróttinni sem varð þess valdandi að hann ákvað að einbeita sér alfarið að golfinu. Magnús á að baki mikinn fjölda keppnis og æfingaferða erlendis með landsliðum Íslands sem og eftir að hann gerðist atvinnukylfingur í byrjun árs 2008.
Meðal afreka Magnúsar eru sem dæmi tveir íslandsmeistaratitlar í sveitakeppni
með GKJ, þrír sigrar á Kaupþingsmótaröðinni, þrír klúbbmeistaratitlar hjá GKJ
ásamt því að vera hrókur alls fagnaðar þegar hann sigraði ShootOut sjónvarpsmót NK og DHL þrjú ár í röð 2004-2006. Maggi byrjaði að vinna hjá Peter Salmon vorið 2010.