fbpx Vidamar Raðhús, Salgados | Vita

Vidamar Raðhús, Salgados
5 stars

Vefsíða hótels

Ný stórglæsileg raðhús með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum fyrir tvo til sjö gesti. Vida mar er vel búið og glæsilegt hótel við Salgados ströndina í Algarve héraði, rétt við bæinn Guia og í aðeins 10-15 mín aksturfjarlægð frá miðbæ Albufeira. Hótelið og umhverfi þess er paradís fyrir fjölskyldur eða vinahópa.

Matvöruverslanir eru í nágrenninu. Golfvöllur er við hótelin og stutt er í verslunarmiðstöð. "Welcome grocery pack” fylgir sem inniheldur kaffi, te, drykki, brauð, snakk, álegg, egg ofl.

Raðhúsin eru í nágrenni við við Salgados ströndina sem er einstaklega falleg, breið og hrein sandströnd. Innan svæðisins er matvöruverslun, veitingastaður, tveir barir, hraðbanki, matvörumarkaður og nokkrar smáverslanir. Yfir sumartímann bætast við tveir veitingastaðir á ströndinni. Gestir sem dvelja í raðhúsum hafa aðgang að allri þjónustu sem Vidamar hótelið býður uppá, m.a sundlaugagarði, líkamsrækt og barnaklúbbi.

Raðhúsin eru sérlega rúmgóð, nýtískuleg og björt. Gólfsíðir gluggar sem opnast út á svalir/verönd setja sérstakan svip á vistaverurnar.

Öll húsin eru með stóra verönd og einkasundlaug.  Loftkæling er í öllum húsum.

Allur aðbúnaður fyrsta flokks og falleg húsgögn í stofu og borðstofu. Eldhús er búið öllum nútíma þægindum: stórum ísskáp með frysti, örbylgjuofni, katli, kaffivél og brauðrist. Baðherbergi eru rúmgóð og falleg með baðkari/sturtu og hárþurrku. Í öllum húsum eru þvottavél með þurrkara og straujárn fylgir.

Auðvelt er að komast til Albufeira með því að kaupa sér miða í „hop on- hop of" rútu eða taka leigubíl.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 50 km
  • Miðbær: 9 km
  • Strönd: 400 m

Aðstaða

  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Skemmtidagskrá
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Nettenging: Á veitingastað og sundlaugarsvæði.
  • Íbúðir: Raðhús með 2 eða 3 svefnherbergjum.

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Ísskápur
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Hálft fæði
  • Morgunverður
  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun