Bjarki Pétursson
Fararstjóri
Fararstjóri: 28.3. - 3.5.
Bjarki Pétursson er fæddur árið 1994. Hann hóf feril sem golfari ungur í Borgarnesi.
Hann hefur keppt í evrópukeppnum unglinga og fullorðinna, Norðurlandamóti og fjölda annarra mjög sterkra áhugamannamóta.
Bjarki er landsliðsmaður í golfi og hefur átt sæti í unglingalandssliði Íslands frá tólf ára aldri. Hann er sem stendur í 262 sæti á heimslista áhugamanna og er þriðji hæsti af íslendingum á þeim lista. Bjarki hefur ekki landað sigri á Eimskipsmótaröðinni en hefur verið í efstu fimm sætunum í sjö af síðustu átta mótum raðarinnar en hann leikur fyrir Golfklúbb Borgarnesar.
Fjórum sinnum hefur Bjarki farið holu í höggi, fyrst ellefu ára gamall á tíundu holunni í Borgarnesi,nokkrum árum síðar bæði á tíundu og fjórtándu á Borgarnesvelli. Síðast fór hann holu í höggi á fimmtándu holunni á Islantilla. Bjarki er með +1,7 í forgjöf. Fyrsta golfferð Bjarka var árið 2006 og hefur hann nú komið 12 sinnum til Islantilla síðan þá. Bjarki er með betri kylfingum Íslands í dag og endaði hann í öðru sæti á stigalista Íslands eftir sumarið 2014.