Melia Benidorm
Vefsíða hótels

Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað. Um 10 min gangur að Levante-ströndinni.
Glæsileg sameiginleg salarkynni, frábær sundlaugargarður og vel útbúin heilsulind með upphitaðri innisundlaug.
Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi. Þau eru með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Hótelið er þó ekki alveg við ströndina en það tekur um 5-7 mínútur að ganga þangað. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi). Á baðherbergjum er baðkar með sturtuhaus.
El Curt er hlaðborðsveitingastaður hótelsins. Á El Moralet og á sundlaugarbarnum Chiringuito L'Illa er hægt að fá snarl og léttari rétti (ekki innifalið í verði fyrir hálft fæði). Á barnum er svo líf og fjör og oft skemmtidagskrá á kvöldin. Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Krakkaklúbbur er starfræktur hluta úr ári og einnig er leikjaherbergi á staðnum. Í heilsuræktinni er boðið upp á fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða gegn gjaldi auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum. Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði. Greiða þarf tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt ef hótelgestir skila handklæðum sínum.
Gott hótel á fínum stað, rétt hjá Levante ströndinni. Fín sameiginlega salarkynni með tveimur byggingum, Poniente og Levante.
ATH: Innisundlaugin verður lokuð frá 19. maí - 20.júní. En verið er að skipta um loftkælingu og laga baðherbergin sem þar eru. Reynt verður að halda hávaða í lágmarki.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 56 km - 50 mín
- Frá miðbæ: 2,5 km í gamla bæinn
- Frá strönd: 900 metrar að Levante ströndinni
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Þráðlaust net: Frítt Wi-fi, það þarf að biðja um aðgangsorð í móttöku
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Verönd/svalir
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 1,50 evra á dag 10 evru trygging
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Fullt fæði, Hálft fæði