Riviera Beach Hotel, Benidorm
Vefsíða hótels
![4 stars](/sites/vita.is/themes/vita_theme/images/stars.png)
Nýlega uppgert hótel (algerlega tekið í gegn árið 2012) á besta stað á Levante-ströndinni - í miðbænum og aðeins 10 mínútna gang frá gamla bænum.
Herbergi eru rúmgóð og þar er gervihnattasjónvarp, loftkæling, þráðlaust internet, svalir, öryggishólf, sími og hárþurrka. Hægt að fá lítinn ísskáp gegn gjaldi.
Í sundlaugargarðinum er laug með svæði fyrir börn, einnig upphituð laug. Lítil líkamsrækt.
Á veitingahúsinu er alþjóðlegur bragur á hlaðborðinu og gott úrval vína með. Innifalið hálft fæði. Tveir barir, annar þeirra við laugarbakkann.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 56 km - 50 mínútur
- Miðbær: 700 metrar
- Strönd: 350 metrar
- Veitingastaðir: Á hóteli og í nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum og á herbergjum án endurgjalds
Vistarverur
- Hárþurrka
- Verönd/svalir
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf: gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði