Austria Trend Savoyen, Vínarborg
Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel í miðborg Vínar með helstu lystisemdir borgarinnar innan seilingar.
Á hótelinu eru 309 herbergi þar sem þau minnstu eru 32 m2. Þessi rúmgóðu og björtu herbergi státa af nútímalegri og glæsilegri hönnun. Í herbergjum er loftkæling, sjónvarp, útvarp, ókeypis þráðlaus netaðgangur, öryggishólf með rafmagnstengingu fyrir fartölvur, smábar og hárþurrka.
Ríkulegt morgunverðarhlaðborð, er til reiðu á veitingastaðnum Prinz von Savoyen á hótelinu og þar er einnig hægt að njóta þjóðlegra austurrískra rétta auk ljúffengra miðjarðarhafsrétta frá kl. 12 til kl 14 síðdegis.
Veitingastaðurinn Eugenio er opinn á kvöldin og býður upp á sælkerakvöldverð með útsýni yfir borgina. Staðurinn er annálaður fyrir frábæra pastarétti.
Soissons-barinn er opinn frá kl. 8 á morgnana til kl 1 eftir miðnætti. Þar ríkir afslappað andrúmsloft, leikin er ljúf píanótónlist á kvöldin og því kjörið að slaka þar á yfir glasi og snarli eftir skemmtilegan dag í borginni.
Hótel Savoyen liggur mjög vel við bæði söfnum og verslunum og er Vínaróperan er í göngufæri. Við hlið hótelsins er grasagarður borgarinnar.
Eins og glæsihóteli sæmir býður Hótel Savoyen upp á líkamsræktaraðstöðu með sána, gufubaði og nuddi.
Fundar- og ráðstefnusalir, búnir tilheyrandi tækjum, eru í hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Veitingastaður
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf