fbpx Listasöfn og aðrir viðburðir | Vita

Leopoldsafnið ( Leopold museum ) 

Hýsir klassísk nýlistaverk eftir Gústavsdottir Klimt, Egon Schiele o.fl., en hýsir einnig aðrar styttri sýningar nútíma listamanna.
Vefsvæði Leopold museum. 

Austuríska galleríið í Belvederesafninu ( Östereichische Galerie Belvedere ) 

Hýsir listaverk eftir klassíska og nútímalistamenn, þ.á.m. hin frægu verk,  Kossinn eftir Gústav Klimt og Fjölskylduna eftir Egon Schiele

Sýningar og önnur afþreying:

Í Hofburg höllinni er ótal söfn, en eitt hið skemmtilegasta er Síssí- safnið þar sem safngestir geta skoðað íbúðir og húsbúnað Elísabetar keisaraynju og eiginmanns hennar Franz Jósefs.

Mozarthúsið er hús sem er í grennd við Stefánskirkjuna í miðjum gamla bænum. Mozart bjó þar á árunum 1784 til 1787 og samdi þar Brúðkaup Fígarós. Staðsett við Mozarthaus, Domgasse 5.

Parísarhjólið er við Riesenradplatz 1.

Dýragarðurinn  í Schönbrunn

Vínarkortið

Hægt er að kaupa samgöngukort 48klt/72klt. Þessi kort gilda í alla rafmagnsvagna ( tram ) og strætisvagna í borginni, auk þess sem þau gilda sem afsláttarkort á 210 staði, þ.á.m. mörg söfn, leikhús, kaffihús, veitingahús og búðir. 

Myndir: 
Mynd: 
osterreichische-galerie-belvedere.jpg
Myndatexti: 
Belvederesafnið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun