Fullkominn fyrir þá sem vilja meiri rólegheit
Hér er hægt að njóta yndislegra stranda en einungis 10 km skilja að Benidorm og Albir. Aðeins er um 1,5 km til Altea frá Albir.
Ströndin í Albir er steinaströnd. Hún er 590 metra löng og hefur verið verðlaunuð árlega fyrir gæði. Andrúmsloftið er rólegt og afslappað en samt sem áður er þar allt til alls. Þar sem bærinn er lítill, er stutt að fara á milli staða, miðbær og strönd ávallt í göngufæri. Albir hefur verið mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki undanfarin ár.
í Altea sem er lítill bær um 1,5 km frá Albir, er sandströnd.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 15-20 km frá flestum gististöðum á Albir.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 2-10 km frá flestum gististöðum á Albir.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 2-10 km frá flestum gististöðum á Albir.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn, frábær vatnsrennibrautagarður þar sem þú getur skemmt þér og slappað af áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 15-20 km frá flestum gististöðum á Albir.