"Ég fór á Morgado golf resort í æfingar áður en ég fór í úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina. Svæðið kom mér skemmtilega á óvart. Tveir mjög ólíkir vellir Alomos og Morgado. Alamos er falin perla, mér fannst hann rosalega skemmtilegur og ekki skemmir fyrir hvað hann liggur í fallegu umhverfi. Morgado er einnig mjög skemmtilegur, hann er lengri en opnari og því hægt að segja að þessir tveir vellir séu góð blanda. Hótelherbergin og rúmin eru fyrsta flokks og starfsfólkið jákvætt og skemmtilegt. Ég naut mín í botn og gat ég æft alla þá þætti í leiknum sem ég þurfti á svæðinu, ég mæli eindregið með Morgado fyrir alla golfara.
Takk fyrir mig".
Myndir:
Mynd:
morgado_og_alamos_golf_vitagolf_38.jpg