fbpx Hotel Husa Princesa, Madrid | Vita

Hotel Husa Princesa, Madrid
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Princesa er vel staðsett og í nýtískulegum stíl í hjarta Madridar.  Aðeins um 10 mín gangur er á aðalgötuna Gran Via og við hótelið er El Corte Ingles vöruhús. 

Hótelið varð til með sameiningu tveggja hótela þar sem áherslan var lögð á enn betri þjónustu og gæði. 

Móttaka hótelsins er einkar falleg, stór og björt með tveimur innritunarborðum. Þjónusta hótelsins er fyrsta flokks, hótelið er mjög elegant og fínt. Tilvalin gisting fyrir fólk sem er að ferðast vegna viðskipa eða skemmtiferða.  

Heildarfjöldi herbergja er 263 auk 12 fundarsala á fyrstu hæðinni. Líkamsræktarstöð er til staðar með upphitaðri sundlaug.  

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir/kaffihús þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á jarðhæðinni er "Starbucks" kaffihús. Veitingastaður er á hótelinu sem selur alþjóðlega rétti þar sem fólki gefst tækifæri á að setjast niður í rólegu umhverfi og slaka á.

Öll herbergi hótelsins eru búin helstu nútíma þægindum eins og þráðlausu interneti, sjónvarpi og síma. Minibar er á öllum herbergjum og hárþurrka er inná salernum. Herbergin eru öll með loftkælingu.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 20 - 30 mín. akstur
  • Miðbær: Í miðbænum
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun