fbpx Porta Fira, Barcelona | Vita

Porta Fira, Barcelona
4 stars

Vefsíða hótels

Nýtt og glæsilegt lúxushótel í framúrstefnulegum skýjakljúf í L'Hospitalet de Llobregat, þar sem nýja fjármálahverfið í Barcelona er.

Í þessu 28 hæða rauðmálaða háhýsi eru 320 herbergi máluð í hlutlausum og þægilegum litum, nútímalega og glæsilega innréttuð. Herbergin eru frá 25 m2 upp í 60 m2 fjölskylduherbergi sem rúma tvo fullorðna og þrjú börn. Öll herbergi eru fullkomlega hljóðeinangruð og að lágmarki með stillanlegri loftkælingu og upphitun, plasmasjónvarp með gervihnattarásum, beinum síma, öryggishólfi og smábar. Þráðlaus netaðgangur er í herbergjum. Bað (sturta eða ker) er aðskilið frá salerni og auðvitað fylgir hárþurrka baðherberginu. 

Á hinum glæsilega Spiral-veitingastað í hótelinu er boðið upp á fjölbreyttan og frumlegan alþjóðlegan matseðil í hádeginu og á kvöldin og ríkulegt morgunverðarhlaðborð er þar til reiðu á hverjum morgni. Kaffitería og bar, þar sem einnig er hægt að fá snarl og létta rétti, eru opin frá morgni og fram yfir miðnætti. Vel búin líkamsræktarstöð og sána eru á sautjándu hæð með tilkomumiklu útsýni yfir borgina og þar er einnig hægt að fá nudd gegn gjaldi. Funda- og ráðstefnuaðstaða í hótelinu er góð og tæknibúnaður og tækniaðstoð til reiðu.

Hotel Porta Fira er tilkomumikil verðlaunabygging, 110 metra há, teiknuð af japanska arkitektinum Toyo Iito og reist árið 2009. Turninn setur mikinn svip á sjóndeildarhringinn í L'Hospitalet de Llobregat. Frá hótelinu auðvelt að komast í allar áttir – aðeins er mínútu gangur að næstu jarðlestastöð og næstu strætóstoppistöð og tekur skamma stund að komast til miðborgarinnar, sem er í 10 km fjarlægð, og flugvallarins sem er ekki nema 5 km í burtu. Fira 2, alþjóðlega kaupstefnumiðstöðin í Barcelona, er beint á móti hótelinu. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 11 km
  • Miðbær: 6 km
  • Strönd: 6 km
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í nágrenninu

Aðstaða

  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Veitingastaður
  • Nettenging: Frí nettenging á sameiginlegum svæðum og á herbergjum

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun