Leman hotel, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Huggulegt, hlýlegt, persónulegt og umhverfisvottað hótel rétt hjá ströndinni og miðsvæðis á Playa de Palma.

Á Hótel Leman eru bæði íbúðir og herbergi. Vistarverur eru ljósmálaðar, bjartar og rúmgóðar, upphitaðar og loftkældar með gervihnattasjónvarpi, útvarpi, síma, öryggishólfi, smábar og hárþurrku.  Svalir með húsgögnum eru á öllum herbergjum.  Þráðlaus netaðgangur er á hótelinu.

Í veitingasal er girnilegt heitt og kalt hlaðborð alþjóðlegra og þjóðlegra rétta, einnig er hægt að panta af matseðli. Á barnum er úrval innlendra og erlendra drykkja og tilvalið að njóta þeirra í setustofunni við barinn.

Þegar kemur að afþreyingu og hreyfingu er af nógu að taka.  Tvær stórar sundlaugar eru við hótelið, önnur yfirbyggð og fyrir börnin er bæði leikvöllur og sérstök barnalaug. Borðtennisaðstaða er í hótelinu.  Ágætt sólbaðssvæði með bekkjum og sólhlífum er  við sundlaugarnar og þar er líka nuddpottur.
Hótelið er með strandhandklæði sem hægt er að nálgast í móttökunni og greiðist €15 í innborgun fyrsta daginn. Hrein handklæði fást síðan daglega og í lok dvalar er innborgunin endurgreidd - ef hótelgestir hafa staðið í skilum með handklæðin.

Tækjasalur er á hótelinu svo og sána.  Þrjú kvöld í viku er haldin skemmtun á hótelinu.

Ekki eru nema örfá skref niður á strönd og á Playa de Palma skortir ekki sjósportið – seglbretti, sjóskíði, seglbátar og margt fleira.  Golfvellir og tennisvellir eru skammt undan og tilvalið fyrir kylfinga að vinna aðeins í forgjöfinni eða orkuboltana að munda tennisspaðann. Stutt er að fara í dýragarð, sædýrasafn eða vatnsskemmtigarð.

Höfuðborgin Palma er ekki nema 10 km í burtu. Borgin er heillandi blanda af gömlum og nýjum byggingum, söfnum, minnismerkjum og verslunum, veitingahúsum og skemmtistöðum. Frábært er að reika um gamlar og þröngar götur, setjast niður á kaffihúsi og drekka í sig fornan sjarma gamla borgarhlutans.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 7 km
 • Miðbær: 10 km til Palma
 • Strönd: 100 metrar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á hótelinu

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun