Twentyone
Vefsíða hótels

Í hótelinu eru 86 stílhrein og nútímalega innréttuð herbergi og svítur. Óhætt er að segja að hér ráði glæsilegur mínímalismi ríkjum. Herbergin eru að sjálfsögðu búin öllum nútímaþægindum, vel hljóðeinangruð með loftkælingu og miðstöðvarhitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma, smábar, öryggishólfi og ókeypis þráðlausum netaðgangi. Á baðherbergjum er sturta og hárþurrka og baðvörur fylgja, á sumum þeirra er baðker. Hægt er að fá herbergi með svölum og af efstu hæðinni er einstakt útsýni yfir borgina.
Í veitingasal er boðið upp á léttan morgunverð. Veitingastaður og snarlbar er á hótelinu þar sem ljúft er að slaka á yfir ítölsku freyðivíni, góðum kokteil eða hressa sig við með tvöföldum ekta ítölskum espresso.
Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla, boðið er upp á þurrhreinsun, þvott, strauningu og fleira.
Twentyone hótelið var byggt árið 2009 og er frábærlega staðsett í hjarta borgarinnar, við eina helstu verslunargötuna, í léttu göngufæri við Péturskirkjuna í Vatíkaninu, Spænsku tröppurnar, Piazza del Popolo og Sant‘Angelo-kastalann. Reyndar mætti segja að héðan væri stutt í allt, hvort sem hugurinn stendur til menningar og lista, fornminja, verslunarferða eða ljúffengrar ítalskrar matargerðarlistar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
- Miðbær: Í miðbænum
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður