Senator Gran Via 70
Vefsíða hótels

Allt um kring eru verslanir (t.d. tvö stór H&M verslunarhús), veitingastaðir og kaffihús. Frá Gran Via eru göngugötur með fjölda verslana og vöruhúsa. Stutt er að ganga niður á „Plaza Mayor" torgið í hjarta borgarinnar.
Gestamóttakan er lítil, en með sófum og litlu kaffihúsi og bar. Á hótelinu er ágætur morgunverðarsalur og mjög sérstök heilsulind, sem er eins og hellir með litlum laugum, gufubaði og sauna. Klakavél er á 3., 6. og 9. hæð.
Herbergi eru meðalstór, öll með parketgólfi. Þau eru öll loftkæld (upphituð) og með síma, sjónvarp i með flatskjá, öryggishólfi , geislaspilara, hraðsuðukatli (te- og kaffi) og hárþurrku. Á smábarnum er vatn og gos, sem er innifalið í verði. Frítt, þráðlaust net er á öllu hótelinu. Hótelið hentar einstaklingum betur en hópum þar sem sameiginlega aðstaða er lítil. Þó getur farið vel um minni hópa (20 til 30 manns).
Hótel Senator Gran Via 21 og Gran Via 70 eru systurhótel og um 10 mínútna gangur á milli þeirra.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 12km
- Miðbær: Í miðborginni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður