Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin, enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífsgleði innfæddra. Frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar og er VITA stolt af því að geta boðið áhugasömum að sækja þessa höfuðborg Írlands heim, sem við fullyrðum að sé í hópi skemmtilegustu borga Evrópu.
Dublin er höfuðborg Írska lýðveldisins, sem gjarnan er nefnd „eyjan græna“ sökum þess að 4/5 hlutar landsins er grænt og landbúnaður hefur mikið vægi. Ef úthverfin eru talin með búa tæpar tvær milljónir manna í Dublin. Borgin liggur við ána Liffey sem skiptir borginni í norður- og suðurhverfi.
Í Dublin eru vel á annað þúsund barir og krár, þar sem þjóðdrykkirnir Guinness (dökkur bjór), Jameson (viský) og Bailey's (rjómalíkjör) njóta iðulega mestu vinsældanna. Það verður ekki tekið af Írunum að þeir kunna sannarlega að skemmta sér og hin svokallaða „pöbba-stemning“ sem gjarnan myndast er sannarlega ógleymanleg. Segja má að gönguferð í Temple Bar hverfinu sé hreinlega upplifun út af fyrir sig, slík er stemmningin þar þegar kvölda tekur.
Mikið úrval góðra veitingastaða er að finna í Dublin og geta gestir þá valið á milli amerískra, skandinavískra, austurlenskra nú eða að sjálfsögðu sér írskra veitingastaða. Úrvalið er mikið og gæði matseldar eru víðast hvar framúrskarandi.
Í miðborg Dublin er mikið lagt upp úr ólíkum menningarviðburðum þar sem úrvalið og fjölbreytnin er jafnan mest á haustin. Fjölmörg leikhús eru í borginni og auðvelt er að komast á áhugaverða tónleika. Þá njóta danssýningar jafnan mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna, ekki síst sýningar þar sem sjálft þjóðarstolti eyjaskeggja er í forgrunni, réttara sagt írski steppdansinn.
Einnig er frábær skemmtun að bregða sér út fyrir borgina eina kvöldstund og upplifa írska kvöldskemmtun eins og hún gerist best. VITA býður upp á slíka ferð auka annara skemmtilegra skoðunarferða
Almenningssamgöngur
Almenningssamgöngur eru góðar, tveggja hæða strætisvagnar eru áberandi og tiltölulega auðvelt er að fá leigubíla. Við mælum þó sérstaklega með því að fólk ferðist á tveimur jafnfljótum - enda er það langsamlega besti fararskjótinn til á að upplifa borgina sem best og drekka í sig menninguna og söguna sem býr í götunum og byggingunum. Það er svo sannarlega vert að heimsækja Dublinarkastalann, sem felur í sér mikla og merkilega norræna víkingasögu, og Þjóðminjasafnið (National Museum of Ireland), þar sem fræðast má um sögu Íra frá örófi alda.
Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin, enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífsgleði innfæddra. Frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar og er VITA stolt af því að geta boðið áhugasömum að sækja þessa höfuðborg Írlands heim, sem við fullyrðum að sé í hópi skemmtilegustu borga Evrópu.
Dublin er höfuðborg Írska lýðveldisins, sem gjarnan er nefnd „eyjan græna“ sökum þess að 4/5 hlutar landsins er grænt og landbúnaður hefur mikið vægi. Ef úthverfin eru talin með búa tæpar tvær milljónir manna í Dublin. Borgin liggur við ána Liffey sem skiptir borginni í norður- og suðurhverfi.
Í Dublin eru vel á annað þúsund barir og krár, þar sem þjóðdrykkirnir Guinness (dökkur bjór), Jameson (viský) og Bailey's (rjómalíkjör) njóta iðulega mestu vinsældanna. Það verður ekki tekið af Írunum að þeir kunna sannarlega að skemmta sér og hin svokallaða „pöbba-stemning“ sem gjarnan myndast er sannarlega ógleymanleg. Segja má að gönguferð í Temple Bar hverfinu sé hreinlega upplifun út af fyrir sig, slík er stemmningin þar þegar kvölda tekur.
Mikið úrval góðra veitingastaða er að finna í Dublin og geta gestir þá valið á milli amerískra, skandinavískra, austurlenskra nú eða að sjálfsögðu sér írskra veitingastaða. Úrvalið er mikið og gæði matseldar eru víðast hvar framúrskarandi.
Í miðborg Dublin er mikið lagt upp úr ólíkum menningarviðburðum þar sem úrvalið og fjölbreytnin er jafnan mest á haustin. Fjölmörg leikhús eru í borginni og auðvelt er að komast á áhugaverða tónleika. Þá njóta danssýningar jafnan mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna, ekki síst sýningar þar sem sjálft þjóðarstolti eyjaskeggja er í forgrunni, réttara sagt írski steppdansinn.
Einnig er frábær skemmtun að bregða sér út fyrir borgina eina kvöldstund og upplifa írska kvöldskemmtun eins og hún gerist best. VITA býður upp á slíka ferð auka annara skemmtilegra skoðunarferða
Almenningssamgöngur
Almenningssamgöngur eru góðar, tveggja hæða strætisvagnar eru áberandi og tiltölulega auðvelt er að fá leigubíla. Við mælum þó sérstaklega með því að fólk ferðist á tveimur jafnfljótum - enda er það langsamlega besti fararskjótinn til á að upplifa borgina sem best og drekka í sig menninguna og söguna sem býr í götunum og byggingunum. Það er svo sannarlega vert að heimsækja Dublinarkastalann, sem felur í sér mikla og merkilega norræna víkingasögu, og Þjóðminjasafnið (National Museum of Ireland), þar sem fræðast má um sögu Íra frá örófi alda.
Frá flugvellinum til miðborgarinnar er um 20 mínútna akstur.
Tímamismunur:
Frá 26. október til 30. mars er Dublin á sama tíma og Ísland, en frá 30. mars til 25. október eru Dublin einum tíma á undan
Mynt:
Evra
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort. Nota þarf PIN-númer á allar greiðsluvélar. Þetta á við bæði um verslanir og veitingastaði.
Samgöngur:
Almenningssamgöngur eru góðar, tveggja hæða strætisvagnar eru áberandi og tiltölulega auðvelt er að fá leigubíla. Við mælum þó sérstaklega með því að fólk ferðist á tveimur jafnfljótum - enda er það langsamlega besti fararskjótinn til á að upplifa borgina sem best og drekka í sig menninguna og söguna sem býr í götunum og byggingunum.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Það hagstætt og skemmtilegt að versla í Dublin, hvort sem er í bænum á Grafton Street verslunargötunni eða í Dundrum verslunarmiðstöðinni.
Grafton Street
Þessi aðalverslunargata borgarinnar, er ómissandi viðkomustaður allra þeirra sem leggja leið til sína til Dublinar. Það er samdóma álit margra arkitekta að gatan sé á meðal þeirra best heppnuðustu í gjörvallri Evrópu. Verslanirnar á götunni eru af öllum toga og þar er frábær blanda alþjóðlegra vörumerkja og minni verslana sem innfæddir reka.
Dundrum Verslunarmiðstöðin
Tilvalið er að gera sér ferð í Dundrum-verslunarmiðstöðina sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Dublin. Til að komast þangað er þægilegast að taka Luas trammann við St.Green garðinn eða við Camden Court hótelið fyrir þá sem þar gista. Greiða þarf í Luasinn (sporvagnar Dublinar) áður en farið er um borð, greiðsluvélar eru á brautapallinum. Athugið að farið er út við Balally sem er einni stöð lengra en Dundrum.
Kildare Village
Rétt fyrir utan borgina er Kildare Village Outlet með amerísku sniði og tekur rúma klukkustund að keyra þangað með rútum sem stoppa á Georges Quay. Þarna er að finna vandaðar vörur á góðu verði.
Þess má geta að í Dublin er engin VSK af barnafatnaði.
NYX Hotel Dublin Christchurch sem áður hét Hard Rock Hotel í Dublin er glæsilegt hótel, staðsett miðsvæðis í Temple Bar hverfinu. Dvöl á hótelinu er upplifun og tónlist er einkennandi fyrir hótelið, hvar sem litið er.
Á hótelinu eru 120 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð, litrík og kósý með fallegum viðarhúsgögnum, listaverkum í tónlistarþema, góðum rúmum og teppum á gólfum. Í öllum herbergjum eru loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, lagalisti, skrifborð, kaffivél og svæði þar sem hægt er að setjast niður, slaka á og hlusta á tónlist. Baðherbergi eru snyrtileg, þau eru flísalögð og þar eru sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er líflegur veitingastaður sem er opinn allan daginn og fram á kvöld. Þar er hægt er að panta sér morgunmat eða njóta kvöldverðar í skemmtilegu andrúmslofti. Einnig er hægt að panta mat upp á herbergið og njóta í afslappandi umhverfi. Á hótelinu er kaffihús og í anddyri hótelsins er bar þar sem plötusnúðar eða tónlistarmenn skapa kósý og upplífgandi setustofustemningu. Allt í kring um hótelið eru veitingarstaðir, barir og kaffihús með fjölbreytt úrval. Mikið líf er í grennd við hótelið og stutt að fara í partý en ef gestir nenna ekki út af herberginu sínu býður hótelið upp á fjölbreytta afþreyingu. Það er til dæmis hægt að taka jógatíma í sjónvarpinu, hlusta á geggjaða einstaklingsmiðaða lagalista í hljóðkerfi herbergisins, panta plötuspilara og plötur eða jafnvel Fender rafmagnsgítar og magnara með heyrnartólum upp á herbergi.
Hótelið er áhugaverður kostur fyrir fjölbreyttar tegundir ferðamanna en ekki síst fyrir þá sem elska tónlist. Staðsetningin er frábær, stutt í sögu- og menningartengda áfangastaði og margt af því helsta sem einkennir Dublin í göngufæri. Auðvelt er að komast í sporvagninn ef gestir hafa hug á að fara út fyrir svæðið.
Gott hótel sem er vel staðsett nálægt Stephen´s Green garðinum í göngufæri við miðbæinn. Á hótelinu er heilsurækt og sundlaug, einnig veitingastaður, bar og krá þar sem hægt er að fá létta rétti. Miðbærinn er í 10 - 15 mín göngufjarlægð. Við hliðina á hótelinu er frábær írskur bar The bleeding horse, en þar er kjörið að setjast inn eftir bæjarrölt og fá sér einn Guinness.
Herbergin eru stór og vel búin með sjónvarpi, síma, internettengingu, hárþurrku, buxnapressu og bakka með hraðsuðukönnu, te og kaffi.
Sameiginleg aðstaða er fín og góðar seturstofur við gestamóttökuna. Hótel sem hentar mjög vel fyrir hópa.
HEY!
Fjarlægðir
Flugvöllur: 13 km
Miðbær: 10 - 15 mínútur
Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
Sundlaug
Gestamóttaka
Heilsulind
Líkamsrækt
Lyfta
Bar: Á hótelinu og ekta írskur bar við hliðina á hótelinu
Nettenging: frítt wifi á herbergjum og sameiginlegum rýmum
Mjög gott hótel rétt við O’Connell-stræti í hjarta miðborgarinnar, í um 10 mínútna göngufjarlægð frá Dublin-kastala og Temple Bar hverfinu. Veitingastaðir, verslunargötur og almenningssamgöngur á alla kanta. Rúta sem gengur frá flugvellinum stoppar rétt við hótelið.
Í hótelinu eru 304 nýlega uppgerð herbergi sem ætluð eru frá einum og upp í fjóra einstaklinga. Innréttingar eru nútímalegar og þægilega, í björtum litum. Teppi eru á gólfum. Öll herbergin eru búin stillanlegri loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með fjölda gervihnattarása, síma, öryggishólfi sem rúmar fartölvu, straujárni og -borði og aðstöðu til að laga te og kaffi. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal. Sir Harry’s Grill Bar & Bistro er veitingastaður og bar í senn, eins og nafnið ber með sér, og þar er lögð áhersla á að nýta ferskasta hráefni í boði hverju sinni. Þar er einnig gott úrval af víni, kokteilum, kaffidrykkjum og tei.
Góð líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, nóg af lóðum að lyfta og þeir sem svitna ekki nóg á gönguferðum um borgina geta bætt úr því þar. Í heilsulindinni er í boði nudd og aðrar líkamsmeðferðir og þar er hárgreiðslu- og snyrtistofa.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og gjaldeyrisskipti.
Academy Plaza gæti varla verið betur staðsett í hjarta miðborgarinnar. O’Connell-breiðstrætið er handan við hornið og verslanir, veitingastaðir, barir og klúbbar í götunum í kring.
Aðeins tekur 10 mínútur að ganga að Dublin-kastala og almenningssamgöngur eru rétt við hótelið svo auðvelt er að komast að öllum helstu söfnum, kennileitum og öðrum áhugaverðum viðkomustöðum borgarinnar.
Stórglæsilegt og sjarmerandi hótel á frábærum stað í miðborginni. Var opnað í febrúar 2018. Rétt við St. Stephen's Green garðinn og í léttu göngufæri við Grafton-verslunargötuna, dómkirkjuna og mörg helstu kennileiti borgarinnar. Verslanir, veitingastaðir og barir í götunum í kring.
Í hótelinu eru 145 rúmgóð herbergi, Deluxe og Superior, sem rúma ýmist tvo eða þrjá fullorðna. Innréttingar eru fallega hannaðar, nútímalegar og hlýlegar. Áherslulitir eru ýmist grár og gylltur eða grár og sæblár. Teppi eru á gólfum. Sængurfatnaður er úr gæðaefnum. Öll nútímaþægindi eru að sjálfsögðu til staðar, 40 tommu Samsung-sjónvarp, öryggishólf sem rúmar fartölvu, USB-hleðslustöðvar, straujárn, aðstaða til að laga te og kaffi og ókeypis þráðlaus nettenging. Baðherbergi eru marmaraklædd og þar er regnsturta, hárþurrka og lúxusbaðvörur. Superior-herbergjum fylgja baðsloppar, inniskór og Nespresso-kaffivél.
Enskur, ja eða írskur, morgunverður með öllu tilheyrandi er í boði alla morgna. Á veitingastaðnum Elle's Bar & Bistro er boðið upp á ljúffenga rétti af matseðli úr ferskasta fáanlega hráefni, fullar máltíðir í aðalsalnum og smárétti og kokteila í „bókasafninu“. Botanical-barinn sérhæfir sig síðan í klassískum kokteilum og handverksbjór.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og starfsfólk aðstoðar við miðakaup og fleira.
Iveagh Garden er gullfallegt og nýtískulegt hótel í hjarta Dublin. Staðsetningin er frábær, Grafton Street, önnur helsta verslunargata borgarinnar, er í léttu göngufæri en einnig dómkirkjan og fleiri kennileiti. St. Stephen's Green almenningsgarðurinn er rétt hjá og þar er skemmtilegt að ganga í gegn, setjast jafnvel á bekk í örlitla stund. Þá úir og grúir af skemmtilegum kaffihúsum og börum í götunni sem lifna við þegar líður á kvöldið.
Þægindin eru í fyrirrúmi á þessu lúxushóteli í Dublin. Staðsetningin er frábær því hótelið er í hjarta borgarinnar og stutt frá flugvellinum. Útsýnið yfir borgina er stórkostlegt en falleg byggingarlist, hagstæð verslun og áhugaverðir íbúar eru nokkur af þeim atriðum sem einkenna þessa heillandi borg.
Á hótelinu eru um 150 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Innréttingar og húsgögn eru nýtískuleg og hönnunin á herbergjunum stílhrein. Herbergin eru rúmgóð og teppi eru á gólfum. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp og öryggishólf. Einnig er míníbar og aðstaða til að hella upp á kaffi eða te. Baðherbergin eru flísalögð með sturtu, baði og helstu snyrtivörum.
Morgunverður er framreiddur af girnilegu hlaðborði á V‘nV, veitingastað hótelsins en einnig er hægt að grípa með sér snarl í anddyri hótelsins. Yfir daginn og á kvöldin er þessi glæsilegi veitingastaður hótelsins opinn og gestir geta pantað sér bragðgóðar máltíðir t.d. franska eða írska rétti. Einnig er sérstakur matseðill fyrir börn. Að auki er hægt að panta mat upp á herbergið. Þrír glæsilegir barir eru þar að auki á hótelinu. Fjöldinn allur af kaffihúsum og börum eru í nágrenni við hótelið.
Í um 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu er líkamsræktarsalur sem frítt er fyrir gesti að nota. Þar er allt sem þarf til að halda sér í hreyfingu á meðan á fríinu stendur en einnig sundlaug og sána þar sem gestir geta slakað á.
Hér er um að ræða virkilega gott hótel fyrir alla sem hafa áhuga á að fara til Dublin. Stílhreint hótel á flottum stað.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA