Kastalinn er glæsilegt tákn fyrir Edinborg og þaðan er einstakt útsýni yfir borgina. Innan veggja kastalans er elsta bygging borgarinnar. Vinsælt er að gifta sig í Kapellu heilagrar Margrétar, sem byggð var milli 1070 og 1090. Staður sem er vert að skoða!
Opnunartími:
Sumar (1 apríl-30 September) : 09:30-18:00
Vetur (1 október-31 mars): 09:30-17:00
Hægt er að heimsækja kastalann í síðasta lagi klukkutíma fyrir lokun. Ráðlegt er að taka hið minnsta hálfan dag til að skoða svæðið.
Hægt er að fá leiðsögn um kastalann. Leiðsögumennirnir þekkja vel söguna, miðla fróðleik og benda gestum á áhugaverða staði.
Einnig er hægt að kaupa hljóð-leiðsögn á ýmsum tungumálum, annað hvort þegar kastalinn er heimsóttur eða fyrirfram á netinu.