fbpx NH Calderón | Vita

NH Calderón
4 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel á fábærum stað í Eixample-hverfinu í hjarta borgarinnar, rétt við Passeig de Gràcia verslunarstrætið og Catalunya-torg.

Í hótelinu eru 252 vistarverur, einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Herbergin eru búin stílhreinum nútímalegum innréttingum í ljósum litum. Gólf eru parkettlögð. Herbergin eru búin loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, smábar, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu, gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur fylgja. 

Kalt morgunverðarhlaðborð er í veitingasal en einnig er hægt að panta heita rétti. Veitingastaðurinn El Calderon býður upp á hefðbundna Miðjarðarhafsrétti af matseðli í hádegi og á kvöldin og leggur áherslu og á ferskasta hráefnið hverju sinni auk úrvals af léttvíni. Eftir langan dag er upplagt að setjast niður á hótelbarnum með kaffi eða kokteil við hönd og þar er einnig í boði tapas og aðrir léttir réttir. 

Ef ætlunin er að slaka á er upplagt að gera það á við á sólbekk við sundlaugina á þakveröndinni og njóta í leiðinni útsýnisins yfir borgina. Á veröndinni er drykkja- og snarlbar. Þar er einnig líkamsræktaraðstaða, nuddpottur og gufubað og hægt er að panta nuddmeðferðir. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, reiðhjólaleiga, boðið er upp á gjaldeyrisskipti, þvottaþjónustu, þurrhreinsun, strauningu og barnagæslu. 

Hótelið er einstaklega vel staðsett, rétt við Passeig de Gracia verslunarstrætið og Catalunya-torg. Nokkurra mínútna gangur er á Römbluna og að Casa Batllo, einu meistaraverka Gaudis, og Gotneska hverfið, elsti hluti Barcelona, er í göngufæri. Jarðlestastöð er spölkorn frá hótelinu og því tekur stutta stund að komast þangað sem hugurinn girnist innan borgarmarkanna. 

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í miðbænum
  • Flugvöllur: 16 km
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging
  • Sundlaug: Fer eftir veðri hvort hún sé opin

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun