fbpx Bernini Bristol, Róm | Vita

Bernini Bristol, Róm
4 stars

Vefsíða hótels

Nýlega uppgert lúxushótel í gamalli hallarbyggingu við Barberini-torg í hjarta Rómarborgar. Stutt frá Trevi-gosbrunninum, forsetahöllinni og helstu verslunargötum. 

Í hótelinu eru 112 rúmgóð herbergi og 15 svítur. Herbergin eru 25 til 30 fermetrar og svíturnar 40 til 60 fermetrar að stærð. Innréttingar eru allar hinar glæsilegustu, mismunandi eftir herbergjum og einkennast af allt frá konunglegri klassík til stílhreinnar nútímahönnunar. Parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru með loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, útvarpi, síma, öryggishólfi og smábar. Í baðherbergjum er baðker, hárþurrka, baðsloppur og inniskór auk snyrtivara. Þráðlaus netaðgangur er gestum að kostnaðarlausu. Við sum herbergin eru svalir en útsýni er frá öllum herbergjum, ýmist yfir Barberini-torgið eða aðrar heillandi götur borgarinnar. 

Sælkerar ættu að hugsa sér gott til glóðarinnar því að á þaki hótelsins er veitingastaðurinn Giuda ballerino! þar sem Michelin-stjörnukokkurinn Andrea Fusco laðar fram ljúffenga rétti. Þar er áherslan á matargerðarlist Miðjarðarhafsins í bland við alþjóðlega. Óhætt er að mæla með því að setjast niður á þakveröndinni í lok dags og njóta útsýnisins yfir svalandi drykk. Kokteilbar er í hótelinu og glæsilegar setustofur þar sem hægt er að hvíla lúin bein á milli verslunar- og menningarferða. 

Heilsulind er í hótelinu með líkamsræktaraðstöðu búinni nýjustu tækjum. Þar er einnig gufubað, þurrgufa, nuddpottur og hvíldarhreiður og boðið er upp á nuddmeðferðir. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla, boðið er upp á þvottaþjónustu og þurrhreinsun, strauningu, aðstoð við miðakaup og fleira. Fundaraðstaða á hótelinu er góð.

Óhætt er að segja að Bernini Bristol hótelið við Barberini-torg sé allt hið glæsilegasta. Hótelið er í gamalli hallarbyggingu frá 1874 og var allt nýlega gert upp. Aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga að Trevi-gosbrunninum fræga og forsetahöllinni, og söfn og helstu verslunargötur eru í göngufæri. Staðsetningin er frábær ef ganga á um borgina og jarðlestarstöð er rétt við hótelið ef lengra skal haldið. 

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í miðbænum
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun