Jurys Inn Birmingham
Vefsíða hótels

Þægilegt nýinnréttað hótel við Broad Street, á besta stað í hjarta borgarinnar, stutt frá aðalverslunarhverfinu, sædýrasafninu og öðrum kennileitum.
Í hótelinu eru 445 herbergi, sem rúma frá einum og upp í þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Herbergin eru nútímalega en jafnframt hlýlega innréttuð í jarðarlitum. Teppi eru á gólfum. Ekkert skortir á þægindin, allar vistarverur eru með loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, hraðsuðukatli, te og kaffi, strauborði og straujárni. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Þráðlaust netsamband er á hótelinu, gestum að kostnaðarlausu.
Í hótelinu er veitingastaðurinn The Grill on Broad Street þar sem hægt er að fylgjast með kokkunum laða fram dýrindis nautasteikur sem hafa fengið að meyrna í 3 vikur, auk annarra sælkerarétta en einnig eru í boði hamborgarar og salöt. Ekki er amalegt að setjast niður á hótelbarnum, sem er glæsilega innréttaður. Þar er boðið upp á snarl og létta rétti, úrval víntegunda, kokteila og léttra drykkja, auk ljúffengra kaffidrykkja.
Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla, hraðbanki, þvottaaðstaða og þurrhreinsun. Tuttugu fundarsalir eru í hótelinu með tilheyrandi aðstöðu.
Jurys Inn er einkar vel staðsett, í iðandi mannlífinu við Broad Street þar sem verslanir og veitingastaðir eru á hverju strái. Mörg helstu kennileiti borgarinnar eru í léttu göngufæri, sædýrasafnið, ICC-ráðstefnumiðstöðin og Barclaycard íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin. Aðalverslunarhverfið, þar sem Bullring-verslunarmiðstöðin er staðsett, er 1,5 kílómetra frá hótelinu og 10 mínútur tekur að ganga að lestarstöðinni á Birmingham New Street þaðan sem hægt er að komast nánast hvert á land sem er.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Herbergi
- Kaffivél
- Loftkæling
- Sjónvarp
Fæði
- Morgunverður