Steinþóra Sigurðardóttir
Fararstjóri
Steinþóra Sigurðardóttir er með áratugareynslu af störfum í ferðaþjónustu
Steinþóra Sigurðardóttir er með áratugareynslu af störfum í ferðaþjónustu, bæði innanlands og utan. Hún lærði hárgreiðslu og starfaði við þá iðn á Íslandi og í Stokkhólmi þar sem hún bjó um árabil. Í Stokkhólmi kviknaði áhugi hennar á ferðamennsku og eftir komu til Íslands skipti hún um starfsvettvang og hóf nám í Ferðamálaskóla Íslands. Þaðan lauk hún prófi í ferðamála- og ferðamarkaðsfræði (IATA/UFTAA) árið 2000 og hefur unnið við ferðaþjónustu allar götur síðan. Hún vann í framleiðslu ferða á Úrval Útsýn eftir útskrift, var hótelstjóri tvö sumur á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal og hóf störf á skrifstofu VITA árið 2009. Á VITA starfaði Steinþóra sem ferðaráðgjafi ásamt því að fara reglulegar ferðir sem farastjóri, meðal annars til Dublinar og Rómar. Árið 2014 tók hún sér ársleyfi frá störfum til þess flytja til Ítalíu, læra ítölsku og kynnast landi og þjóð og eftir það tók hún við starfi sölu- og þjónustustjóra á VITA og sinnti því starfi til ársins 2025.
Ferðir:
-
Verð frá
129.900kr
á mann í tvíbýli