Óskar Ómarsson
Fararstjóri
Óskar Ómarsson er einn okkar fremsti hjólreiðamaður. Hann byrjaði að hjóla um svipað leiti og hann lærði að ganga. Óskar hefur keppt í hjólreiðum frá árinu 2009 og verið í fremstu röð frá árinu 2012. Í dag er hann í topp baráttunni bæði í götu- og fjallahjólreiðum.
Óskar hefur verið virkur í uppbyggingu Tinds hjólreiðafélags frá 2013, sat þar í stjórn til lok árs 2014 en vinnur núna að uppbyggingu ungliðaþjálfunar Tinds. Það sem færri vita er að hann er með BS í Tölvunarfræði og hefur starfað ýmist sem forritari eða í markaðssetningu frá 2011.