fbpx Albergo Firenze | Vita

Albergo Firenze
3 stars

Vefsíða hótels

Lítið og notalegthótel á frábærum stað við Donati-torg í hjarta gamla borgarhlutans, stutt frá dómkirkjunni og helstu söfnum og kennileitum.
Í hótelinu er 57 nýlega uppgerð herbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra einstaklinga. Innréttingar eru í ljósum litum, flísar eru á gólfum. Öll herbergi eru búin sjálfsögðum þægindum eins og loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og öryggishólfi. Á baðherbergjum er hárþurrka, handklæðaofn, baðvörur og ýmist sturta eða baðker. Þráðlaus nettenging er í herbergjum og sameiginlegum rýmum hótelsins, gestum að kostnaðarlausu.
Kalt morgunverðarhlaðborð er í veitingasal þar sem í boði er morgunkorn, brauðmeti, jógúrt, ávextir, kjötálegg, ostar og sultur. Hægt er að panta glútenlaust brauðmeti sérstaklega. Einnig er hægt að panta morgunverð upp á herbergi. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla. Starfsfólk aðstoðar með bílaleigu, miðakaup, þvottaþjónustu og veitir upplýsingar um viðburði, veitingastaði og fleira. Drykkja- og snarlsjálfsali er í móttökunni.

Á hótelinu eru hvorki veitingastaður né bar, enda stutt í hvort tveggja í götunum í kring.

Albergo Firenze er á besta stað í hjarta Flórens. Aðalverslunargötur, söfn, kirkjur og önnur kennileiti eru flest í léttu göngufæri. Þá eru ótal veitingastaðir og barir í næstu götum. Byggingin sem hótelið er í var fyrr á öldum aðsetur Donati-aðalsfjölskyldunnar og þess má geta að eiginkona Dante Aligheri, sem samdi Hinn guðdómlega gleðileik, eitt merkasta bókmenntaverk miðalda, fæddist í byggingunni. 

Vinsamlega ath. að ferðamannaskatt þarf að greiða við komu og er hann EUR 3.50 á mann / á nótt fyrir Albergo Firenze. 
 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 7.5 km
  • Miðbær: Í hjarta gamla borgarhlutans
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun