Avenida hótel, Benidorm
Vefsíða hótels
Fallegt hótel á frábærum stað í hjarta Benidorm, rétt við Levante-ströndina. Örstutt á ströndina, í verslanir, veitingahús og golfvelli.
Í hótelinu eru 156 herbergi sem rúma tvo til þrjá einstaklinga. Vistarverur eru innréttaðar á stílhreinan hátt, í bláum, rauðum eða grænum litum. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Herbergi snúa ýmist að göngugötu eða að bakhúsum og sum eru með útsýni yfir hafið. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Hótelið er með hlaðborðsveitingastað og kaffiteríu sem býður upp á margar tegundir kaffidrykkja og léttar veitingar.
Þeir sem kjósa að njóta geisla sólarinnar í meira næði en gefst við saltan sjó og sand geta notið þess að liggja í friði á sundlaugarbakkanum á þakveröndinni og notið útsýnisins yfir hafið. Þar er einnig hægt að mýkja upp stirða vöðva í heitum potti eða gufubaði og kæla sig niður með ljúffengum drykkjum á sundlaugarbarnum. Athugið að panta þarf tíma í gufubaðið.
Starfsfólk sér um skemmtidagskrá sem hentar öllu aldri, yfir daginn og fram á kvöld.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, bílaleigu, töskugeymslu og þvottaþjónustu.
Hotel Avenida er á frábærum stað í Benidorm, 75 metra frá ströndinni og umkringt verslunum, veitingastöðum og iðandi mannlífi. Stutt er í golfvelli, vatnasport og alla mögulega afþreyingu fyrir spennufíkla af öllum gerðum.
Vinsamlega athugið að ekki eru öll herbergi eru með svölum.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 60 km
- Frá miðbæ: Í hjarta Benidorm, örstutt í þjónustu
- Frá strönd: Rétt við Levante-strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Nettenging
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði