Hotel M.A. Alhamar
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á besta stað í hjarta borgarinnar. Stutt er í verslanir og veitingastaði og 10 mínútna gangur í gamla bæinn í Granada.
Í hótelinu, sem var byggt árið 2004, eru 140 rúmgóðar vistarverur, sem skiptast í herbergi sem rúma frá tveimur og upp í fjóra einstaklinga og tveggja manna svítur. Herbergin eru innréttuð á stílhreinan og smekklegan hátt hátt í dökkum við og hlýjum litum. Parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru hreinlegar, vel hljóðeinangraðar og búnar loftkælingu, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, smábar og öryggishólfi. Á baðherbergjum er baðker, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverðarhlaðborð með úrvali heitra og kaldra rétta er í veitingasal. Á kvöldin er boðið upp á ríkulegt hlaðborð spænska rétti með nútímalegu yfirbragði. Ljúffengir kaffidrykkir, léttir réttir og sjóðheitir kokteilar eru í boði á setustofubarnum yfir daginn og fram á kvöld.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvottaþjónusta, gjaldeyrisskipti og starfsfólk veitir upplýsingar um áhugverða staði að skoða í borginni.
M.A. Alhamar er á góðum stað í hjarta borgarinnar. Nóg er af veitingastöðum og kaffihúsum og verslunum í næsta nágrenni. Aðeins tekur 10 mínútur að ganga inn í gamla bæjarhlutann þar sem tapasbarir, verslanir og söfn eru á hverju strái og þaðan er auðvelt að komast með strætó upp að Alhambrahöllinni og öðrum kennileitum. Fyrir þá sem hafa hug á að leigja sér bíl til að skoða næsta nágrenni er það stór kostur að bílakjallari er undir hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19. km
- Miðbær: 10 mínútur
- Veitingastaðir: í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður