fbpx Holiday Inn Lisbon, Continental

Holiday Inn Lisbon, Continental
4 stars

Vefsíða hótels

Gott hótel þar sem stutt er í verslanir og veitingastaði. Metro stöðin Campo Pequeno er í 200 metra fjarlægð frá hótelinu.

Í hótelinu eru 220 vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma tvo einstaklinga eða þrjá ef bætt er við rúmi og svítur sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru klassískar og stílhreinar, í millidökkum við og hlýjum litum. Parkett er á gólfum. Þægindi eins og stillanleg loftkæling og upphitun eru í öllum vistarverum, sími, útvarp, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, ísskápur, öryggishólf og aðstaða til að laga te og kaffi. Á baðherbergjum er baðker, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er á herbergjum og ókeypis í sameiginlegum rýmum. 

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasalnum með heitum og köldum réttum. Í hádeginu er hægt að velja á milli hlaðborðsveitinga og rétt af matseðli og á kvöldin eru í boði ljúffengir portúgalskir og alþjóðlegir réttir af matseðli. Á setustofubarnum er andrúmsloftið afslappað og þar er kjörið að slaka í lok dags með svalandi drykk við hönd. Þar er einnig í boði snarl og léttir réttir.
Líkamsræktaraðstaðan í hótelinu er ekki stór í sniðum en þó vel nothæf og tækin eru nýleg.  

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn er þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, töskugeymslu, þvotta- og strauþjónustu og samdægurs þurrhreinsiþjónustu. 

Holiday Inn Lisbon er á mjög góðum stað í borginni. Campo Pequeno neðanjarðarlestarstöðin er rétt hjá og því auðvelt að komast í allar áttir til að skoða söfn og önnur kennileiti. Stutt er í verslunargötur og iðandi mannlíf með veitingastöðum og börum á hverju strái. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 6 km
  • Miðbær: Stutt frá gamla miðbænum
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Nettenging: Ókeypis í sameiginlegum rýmum

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Ísskápur
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun