Altis Park Hotel
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á góðum stað í miðborg Lissabon. Auðvelt er að komast til og frá flugvellinum með neðanjarðarlest sem stoppar stutt frá hótelinu og beint í iðandi mannlífið í miðbænum.
Í hótelinu eru 300 vistarverur sem skiptast í herbergi fyrir einn til þrjá einstaklinga og svítur sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar og teppi er á gólfum. Nútímaþægindi eins og loftkæling er í öllum vistarverum, sími, útvarp, háskerpu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og smábar. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er á herbergjum og ókeypis í sameiginlegum rýmum. Útsýnið úr mörgum herbergjanna er einstaklega falleg, yfir Tagus-ána.
Morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í veitingasal. Útsýnið úr veitingastaðnum Navegadores er stórkostlegt, þar hanga nútímalistaverk á veggjum og maturinn er ljúffengur. Áhersla er á portúgalska og alþjóðlega rétti af hlaðborði og matseðli. Á Adamastor-barnum er ríkulegt úrval kokteila og annarra áfengra og óáfengra drykkja.
Gestir hafa aðgang að Olaias-heilsulindinni sem er í 100 metra fjarlægð frá hótelinu. Þar er úti- og innisundlaug, tennis- og skvassvellir, nuddpottar, gufubað og þurrgufa, líkamsræktaraðstaða og veitingastaður, auk þess sem boðið er upp á líkamsmeðferðir af öllum gerðum. Þar er einnig snyrti- og hárgreiðslustofa.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn er þar er gjafavöruverslun, hraðbanki, töskugeymsla og strauþjónusta.
Altis Park er á mjög góðum stað stutt frá miðbænum. Auðvelt er að komast að hótelinu frá flugvellinum með neðanjarðarlest sem stoppar stutt frá. Einnig er auðvelt að komast með almenningssamgöngum í söfn, kirkjur, verslunarhverfi og að öllum helstu kennileitum í þessari hæðóttu borg. Hún gæti annars reynst erfið yfirferðar á tveimur jafnfljótum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 6 km
- Miðbær: Í miðborginni
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Heilsulind: 100 m frá hótelinu.
- Nettenging: Ókeypis í sameiginlegum rýmum.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður