Best Western Genio
Vefsíða hótels

Gott hótel í fallegri 19. aldar byggingu á frábærum stað við Corso Vittorio Emanuele breiðstrætið. Fimm mínútna gangur á aðalverslunargötuna, veitingastaðir í götunum í kring og dómkirkjan, söfn og fleiri kennileiti í léttu göngufæri.
Í hótelinu eru 115 herbergi, þar af 40 superior herbergi, og 3 junior svítur. Herbergin rúma frá einum og upp í fjóra einstaklinga, og svítur, sem eru á tveimur hæðum, eru ætlaðar tveimur. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar, í mismunandi litasamsetningum. Parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar nútímaþægindum, eins og loftkælingu, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, smábar og ókeypis þráðlausri nettengingu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Superior herbergjum fylgir að auki öryggishólf og baðsloppur, þar eru innréttingar klassískari og upprunalegur marmari á gólfum í mörgum þeirra.
Morgunverður með úrvali kaldra rétta er á hlaðborði í veitingasal með heimabökuðu brauði og kruðeríi. Einnig er hægt að panta egg og ommelettur og fá morgunverð upp á herbergi. Áður en lagt er af stað á næsta veitingastað er upplagt að fá sér fordrykk á setustofubarnum eða ljúfan drykk í lokin á löngum degi.
Ágæt líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, gestum að kostnaðarlausu. Þar er einnig nuddpottur, gufubað og hvíldarhreiður og ljómandi góð sturtuaðstaða.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta. Starfsfólk skipuleggur gönguferðir um borgina um helgar.
Best Western Hotel Genio er á frábærum stað við Corso Vittorio Emanuele í hjarta borgarinnar. Fjölmargir veitingastaðir og verslanir eru við götuna og allt um kring, fimm mínútna gangur er á aðalverslunargötuna, Via Roma. Aðeins 200 metrar eru að Porta Nuova lestarstöðinni og dómkirkjan, fjölmörg söfn og helstu kennileiti eru í léttu göngufæri við hótelið.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðbæ
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður