Tenerife - Tveir frábærir staðir

Golf del Sur og Buenavista

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

NÝTT! Lúxus nýjung, flottar golfferðir til Tenerife. 

Buenavista á Tenerife er lúxus staður sem bætist við okkar vinsælu Golf Del Sur ferðir og gefur tækifæri á flottum golfferðum til Tenerife. Í lok janúar og fram í miðjan mars eru möguleikar á að gista í 7 eða 14 nætur á sitthvorum staðnum og einnig tvískiptar ferðir í öllum brottförum.

"Við erum mjög stolt af að bjóða Buenavista sem er frábær lúxus nýjung á Tenerife. Eftir að hafa gist á hótelinu og spilað þennan stórkostlega golfvöll, sem erfitt er að fá leið á að spila, er ég alveg sannfærður um að okkar gestum muna líða rosalega vel á Buenavista. Fyrir þá sem vilja hafa það einstaklega gott mæli ég eindregið með LEVEL þjónustu." Peter Salmon

Ummæli um Buenavista:
„Við hjónin fórum í golfferð með VITA til Tenerife á Buenavista núna í haust.  Allar aðstæður eru frábærar til golfiðkunar og hótelið fyrsta flokks og þjónustan mjög góð.  Golfvöllurinn er mjög skemmtilegur, áskoranir í hverri braut, sem bjóða upp á mikil ævintýri.  Hótelið er vel staðsett, en stutt er á golfvöllinn sem er í dásamlegu umhverfi milli fjalla og hafs.  Mælum hikluaust með þessum stað.“   Bergþóra og Kristinn Buenavista 4. Okt. 2017.

verdlaun_minni.jpg

FARARSTJÓRI:

Sigurður Hafsteinsson verður fararstjóri VITAgolf á Tenerife í vetur og verður staðsettur á Golf del Sur. Við verðum ekki með fararstjóra á Buenavista nema fjöldinn nái lámarki sem er 16 manns. Hins vegar mun Siggi hafa yfirumsjón með flutningi hópa bæði til og frá flugvellinum á hótel og flutningi á milli Golf Del Sur og Buenavista. Siggi mun gefa Buenavista farþegum allar upplýsingar sem þörf er á fyrir dvölina þar. Einnig mun starfsfólk á Buenavista upplýsa okkar farþega um öll helstu atriði  við komuna þangað. Ef lágmarks fjöldi 16 manns næst í ferð til Buenavista í vetur munum við að sjálfsögðu senda fararsjóra með hópnum.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef íkon mynd af flugvél TFS

    5

    Morgunflug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði