fbpx Silken Amara Plaza, San Sebastian | Vita

Silken Amara Plaza, San Sebastian
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott nútímalegt hótel á góðum stað við Pio XII. torg í miðborginni. 15 mínútna gangur er niður að ströndinni. Veitingastaðir og verslanir í götunum í kring. Mjög þægilegt er að komast með almenningssamgöngum frá hótelinu að helstu kennileitum og í gamla miðbæinn.

Í hótelinu eru 162 vistarverur sem skiptast í herbergi sem ætluð eru einum eða tveimur fullorðnum og fjölskylduherbergi sem rúma fjóra, auk svítu. Innréttingar eru nútímalegar og þægilegar, í hlýjum litum. Í flestum herbergjum er parkett á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar og öryggishólf. Baðherbergin eru marmaraklædd og þar er hárþurrka og baðvörur. 

Úrval heitra og kaldra rétta er á morgunverðarhlaðborði í veitingasal. La Plaza veitingastaðurinn er opinn í hádeginu og á kvöldin og þar er áherslan á pintxo-smárétti og baskneska rétti í bland við alþjóðlega af matseðli. La Ola barinn býður upp á koníak og kokteila, kók og kaffi auk annarra hressandi drykkja. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta. Hægt er að leigja hjól og gefur starfsfólk góð ráð um hjólaleiðir í nágrenninu og aðstoðar við miðakaup ef ætlunin er að fara á tónleika eða aðra viðburði.

Silken Amara Plaza stendur við Pio XII torg, rétt við Urumea-ána sem liðast í gegnum borgina. Kortersgangur er niður að ströndinni og aðeins lengra í gamla miðbæinn, en hótelið er vel staðsett gagnvart almenningssamgöngum og því auðvelt að komast þangað og að helstu kennileitum á nokkrum mínútum. Veitingastaðir og verslanir eru í götunum í kring. Hótelið er nútímalegt, hannað af arkitektinum Peña Ganchegui, í afgerandi stíl. Það státar af miklu safni nútímalistaverka sem prýða sali og ganga hótelsins. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 100 km
  • Miðbær: Rétt við Pio XII torgið í San Sebastian
  • Strönd: 15 min gangur niður á strönd
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun