Edmonton Marriott at River Cree Resort
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á besta stað í Edmondton. Ókeypis skutluþjónusta að West Edmonton verslunarmiðstöðinni og auðvelt að komast með bíl að helstu kennileitum borgarinnar. Veitingastaðir, barir og spilavíti sambyggt hótelinu.
Í hótelinu eru 249 rúmgóð, björt og reyklaus herbergi og svítur. Herbergin eru minnst 28 fermetrar og rúma allt að þrjá fullorðna og eitt barn. Innréttingar eru klassískar og hlýlegar, teppi á gólfum og gluggar eru gólfsíðir. Öll herbergi eru búin loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, litlum ísskáp, aðstöðu til að laga te og kaffi og straujárni og -borði hið minnsta. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðkar með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Concierge-herbergjum fylgja baðsloppar, inniskór og ýmis önnur fríðindi. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu í sameiginlegum rýmum í hótelinu en gegn gjaldi á herbergjum.
Á Kitchen Buffet & Bistro er morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum, og alþjóðlegum réttum af hlaðborði í hádegi og á kvöldin. Í The Lobby Lounge fæst Starbucks-kaffi og nýbakað bakkelsi og léttir réttir í hádeginu og á kvöldin. Við hliðina á hótelinu er Sage sem sérhæfir sig í safaríkum steikum og kokteilum af öllu tagi og Tap 25 sportbarinn státar af 25 tegundum af bjór.
Innisundlaug og nuddpottur eru í hótelinu og ágæt líkamsræktaraðstaða með nauðsynlegustu tækjum.
Móttakan er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, hraðbanki, myntþvottahús og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Marriott at River Cree Resort er frábærlega staðsett, hvort sem ætlunin er að dvelja sem mest í West Edmonton verslunarmiðstöðinni, en hótelið býður upp á ókeypis skutluþjónustu þangað, láta reyna á heppnina í spilavítinu, skreppa á tónleika eða skoða sig um í Edmonton. Hótelið er aðeins 20 mínútur frá flugvellinum og næg ókeypis bílastæði fyrir þá sem ætla leigja bíl og skoða næsta nágrenni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 40 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Sundlaug: Innisundlaug og nuddpottur
- Nettenging: Gestum að kostnaðarlausu í sameiginlegum rýmum en gegn gjaldi á herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill ísskápur
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður