Roque Nublo, Playa del Inglés
Vefsíða hótels
Roque Nublo er einfalt íbúðahótel sem er vel staðsett skammt hjá Yumbo verslunarkjarnanum. Einnig er stutt í alla þjónustu, verslanir og veitingastaði. Enska ströndin er í um 10 mínútna göngufjarlægð. Maspalomas sandöldurnar eru í um 1 km fjarlægð.
Íbúðirnar hafa allar eldhúskrók með örbylgjuofn, brauðrist og kaffivél. Sjónvarp og þráðlaust net er að kostnaðarlausu. Hægt er að leiga öryggishólf gegn gjaldi. Allar íbúðir eru með svalir eða verönd.
Garðurinn býður upp á ágætis sólbaðsaðstöðu og ein upphituð sundlaug. Einnig er minigolf á svæðinu.
Á hótelinu er veitingastaður og bar. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er einnig smávöruverslun.
Roque Nublo stendur við Tirajana götuna þar sem margir veitingastaðir og barir eru. Hótelið hefur átt miklum vinsældum að fagna á meðal Íslendinga undanfarin ár.
Á kvöldin getur tónlist frá börum borist inn í íbúðirnar.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 30 km
- Frá miðbæ: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Frá strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Nettenging: Frí nettenging á öllum svæðum hótelsins
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Gestamóttaka
- Veitingastaður
Vistarverur
- Ísskápur
- Kaffivél
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
Fæði
- Án fæðis